fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

WOW air seldi losunarheimildir fyrir 400 milljónir rétt fyrir gjaldþrotið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 07:45

Ein af vélum WOW air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu áður en WOW air varð gjaldþrota seldi félagið losunarheimildir vegna útblásturs frá starfsemi félagsins fyrir um 400 milljónir króna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að nota hafi átt peningana til að standa undir launagreiðslum marsmánaðar. En fyrirtækið fékk peningana ekki áður en það fór í gjaldþrot því greiðslan barst ekki fyrr en um síðustu mánaðarmót, nokkrum sólarhringum eftir að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Greiðslan rann því inn í þrotabúið.

Losunarheimildir sem þessar hafa hækkað mjög í verði á undanförnum árum en þær ganga kaupum og sölum. WOW air fékk losunarheimildir án endurgjalds. Hver losunarheimild, sem jafngildir einu tonni af koltvísýringi, seldist á um 13 evrur fyrir ári síðan en nú er verðið um 24 evrur. WOW air hafði fengið 150.000 slíkum einingum úthlutað fyrir árið í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt