fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |
Eyjan

Rússar vilja gernýta Norðurskautið og hafa lítinn skilning á loftslagsbreytingum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir fjölmiðlar geta stundum verið ágætir, en stundum eru þeir skrítnir og afar sjálfhverfir.

Undanfarna daga hafa verið fréttir í fjölmiðlunum um fund Guðna Th. Jóhannessonar og Pútíns Rússlandsforseta. Mest hefur verið gert úr því að Guðni hafi lagt sig fram um að segja nokkur orð á rússnesku.

Sem er auðvitað fínt. Guðni er yfirleitt til sóma þar sem hann kemur fram.

En þetta er aðeins meira alvörumál. Á fundinn sem haldinn er undir yfirskriftinni Arctic Forum komu m.a. leiðtogar frá Norðurlöndunum. Samskiptin við Rússland hafa ekki verið sérlega góð. En nú er aðeins verið að bæta þar úr, bæði Stefan Löfven og Erna Solberg hittu Pútín á einkafundum. Slíkt hefur ekki gerst milli hans og ráðamanna í Noregi og Svíþjóð í langan tíma.

Vandamálin eru samt ennþá til staðar,  sagði Solberg, þetta er ekki nýtt upphaf en andrúmsloftið hefur batnað aðeins.

Það sem er áhyggjusamlegast eru mismunandi áherslur Rússlands og Norðurlandaþjóðanna gagnvart Norðurheimskautinu. Rússar líta á það sem svæði þar sem þeir geta gernýtt auðlindir og dælt upp olíu og gasi. Þessu fylgja mikil hernaðarumsvif og bygging nýrra hafna og alls kyns mannvirkja – líka hernaðarlegra. Þeir telja  Norðurskautið vera bakgarð sinn þar sem þeir geta farið sínu fram. Og þeir vilja margfalda skipaumferð um svæðið og nota til þess flota af kjarnorkuknúnum ísbrjótum.

„Auðlindirnar eru gríðarlega miklar, þær hafa þýðingu á heimsmælikvarða,“ sagði Pútín samkvæmt frétt The Barents Observer.

Rússland er mjög háð olíuútflutningi og þar er sáralítil vitund um loftslagsbreytingar. Áherslur Norðurlandanna snúast hins vegar meira um umhverfisvernd og að hið viðkvæma vistkerfi norðurslóða verði ekki eyðilagt.

Auðvitað dæla Norðmenn upp miklu magni af olíu. Hins vegar er olíuiðnaðurinn þar á viðkvæmu stigi – Verkamannaflokkurinn norski hefur nú snúist gegn því að borað verði eftir olíu við Lófóten. Þar eru taldar vera gríðarmiklar olíulindir – sem eru forsenda fyrir því að Norðmenn geti haldið áfram að dæla upp olíu í viðlíka magni og hefur verið.

Þetta þýðir að ekki er lengur meirihluti í norska þinginu fyrir olíuvinnslu við Lófóten og gæti þýtt að ekkert verði úr áformum um slíkt – og þá í nafni náttúruverndar og baráttu gegn loftslagsvánni.

En því miður bendir flest til þess að unnin verði skelfileg spjöll á lífríki Norðurskautssvæðanna umfram það sem þegar er orðið. Íslendingar þurfa náttúrlega að vera mjög vakandi gagnvart því. Suðurheimskautið er friðað, telst vera alþjóðlegt verndarsvæði, en engu slíku verður að heilsa hér norðurfrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Allir í starfshópnum búsettir á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“

Arnþrúður gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda – „Fyr­ir neðan all­ar hell­ur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“

Davíð Oddsson gáttaður á Bjarna Ben – „Skaðlegt þegar meiri­hluti kjós­enda tel­ur að full­trú­ar sín­ir taki ekki leng­ur til­lit til skoðana sinna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“

Sigurjón segir Jóhannes Þór vera í skítadjobbi: „Hann hefur engu gleymt“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast

Svört skýrsla ASÍ: Brotastarfsemi og jaðarsetning á íslenskum vinnumarkaði að aukast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Guðfinna les yfir Guðmundi: „Nú er mér alvara“ – Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur