fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Ný gatnamót verða til á Sæbraut við Frakkastíg

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkastígur verður tengdur Sæbraut með nýjum gatnamótum og hefjast framkvæmdir á næstu dögum, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.  Auk framlengingar á Frakkastíg út að Sæbraut verður gatan endurgerð milli Skúlagötu og Lindargötu.

Gatnamótin nýju verða ljósastýrð og mun það bæta mjög öryggi gangandi vegfarenda, en margir þeirra, sérstaklega ferðamenn, fara þvert yfir Sæbrautina frá Frakkastíg að Sólfarinu og hefur þar oft legið við slysum.

Hluti af framkvæmdinni er uppsetning götulýsingar, færsla á strætóbiðstöð og göngustígar. Snjóbræðslu verður komið fyrir og lagnir veitustofnana endurgerðar. Að nýframkvæmdum loknum verður núverandi tengigata á móts við Skúlagötu 20 og það sem henni tilheyrir fjarlægt og tyrft yfir svæðið.

Fleiri framkvæmdir á Sæbraut eru á dagskrá. Tvenn önnur gatnamót verða endurbætt, annars vegar við Snorrabraut og hins vegar við Katrínartún.  Umferðarljósabúnaður, gönguleiðir yfir gatnamótin og götulýsing verður endurbætt á báðum stöðum og þá verður hægri beygjurein til austurs frá Snorrabraut út á Sæbraut lögð af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

North með nefhring!
Elis er látinn
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu
Eyjan
Í gær

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða
Eyjan
Í gær

Ingvar Freyr til Samorku

Ingvar Freyr til Samorku
Eyjan
Í gær

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Í gær
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“