fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Mikil saurvandamál í Vatnajökulsþjóðgarði: Stórfjölga þarf salernum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 19:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skortur á salernum og slök endurnýting á seyru og salernisúrgangi eru vandamál víða í Vatnajökulsþjóðgarði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá EFLU um salernis- og fráveitumál í Vatnajökulsþjóðgarði. Mikil fjölgun erlendra ferðamanna hefur kallað á aukna salernisþörf sem ekki hefur verið sinnt nægilega vel. Í útdrætti skýrslunnar segir um þetta meðal annars:

„Einnig þarf að fjölga salernum á mörgum áningarstöðum þjóðgarðsins og á sumum stöðum er vert að íhuga notkun óhefðbundinna salernislausna. Þjóðgarðurinn notast í meirihluta við vatnssalerni og rotþrær enda er það sú lausn sem notast hefur verið við í flestum tilfellum innan íslenskrar ferðaþjónustu. Þó eru ýmsar óhefðbundnar salernislausnir á markaðnum í dag en ekki allar henta náttúrustöðum þar sem gestafjöldi er mikill. Þurrsalerni eru dæmi um salernislausnir sem hentað gætu sumum áningarstöðum Vatnajökulsþjóðgarðs og kannski sér í lagi þeim stöðum sem loka á veturna. Í skýrslunni eru kostir og gallar vatns- og þurrsalerna ræddir og einnig er farið yfir atriði sem vert er að hafa í huga við val á salernislausnum í framtíðinni innan þjóðgarðsins.“

Mannasaur til að græða upp land

Í skýrslunni segir að endurnýting seyru og salernisúrgangs hafi ekki gengið sem skyldi. Seyra er skilgreind sem „óhreinindi sem skilin eru frá fráveituvatni við botnfellingu, síun eða fleytingu án síu- eða ristarúrgangs, þ.e.a.s. eftir að forhreinsun hefur átt sér stað.“ Úrgangur frá þurrsalernum er hins vegar skilgreindur sem salernisúrgangur. Endurnýting þessa úrgangs til uppgræðslu lands er álitin afar umhverfisvæn og sjálfbær aðferð sem ekki hefur tekist sem skyldi:

Um seyru- og úrgangsvandamálin segir í niðurstöðum skýrslunnar:

„Víða í Vatnajökulsþjóðgarði er enn umbóta þörf, bæði hvað salernismál varðar en einnig meðhöndlun seyru. Þjóðgarðsverðir allra svæða Vatnajökulsþjóðgarðs nefndu í svörum sínum við spurningum um salernismál að endurnýting seyru mætti vera meiri en í sumum tilfellum er notast við seyrugryfjur þar sem ætlunin er að seyran sé látin brjóta sig í 2-3 ár en eftir það á að endurnýta hana. Ýmis vandamál hafa komið upp varðandi seyrugryfjur sem þjóðgarðurinn notast við, sem gera það að verkum að þetta hefur ekki gengið upp. Í sumum tilfellum hefur reynst erfitt fyrir þunga hreinsibíla eða haugsugur að komast að seyrugryfjunum og í öðrum tilfellum hafa steinar fallið úr gryfjubökkum sem gerir það að verkum að erfitt er að endurnýta seyruna. Þessi vandamál má í sumum tilfellum leysa með betra vegaaðgengi eða betri uppbyggingu seyrugryfjanna, sem kæmi í veg fyrir grjóthrun.“

Um salernismálin segir að fjölga þurfi salernum á mörgum áningarstöðum þjóðgarðsins:

„Hvað salernismál varðar þarf að fjölga salernum á mörgum áningarstöðum þjóðgarðsins og í sumum tilfellum getur verið að óhefðbundnar salernislausnir henti viðkomandi aðstæðum betur en hin hefðbundnu vatnssalerni. Þjóðgarðurinn notast í meirihluta við vatnssalerni og rotþrær enda er það sú lausn sem oftast er notuð á náttúru- og ferðamannastöðum hér á landi. Við hönnun nýrra salernisbygginga innan Vatnajökulsþjóðgarðs er þó vert að skoða fleiri salernislausnir en vatnssalerni en ýmsar óhefðbundnar salernislausnir eru á markaðnum í dag. Margar þeirra henta þó ekki stöðum þar sem notkun er mikil, og eru brennslusalerni dæmi um lausnir sem hafa reynst illa fyrir mikinn gestafjölda.“

Óttinn við fýluna

Í niðurstöðum er enn fremur rætt um kosti og galla þurrasalerna en þau þykja henta fjölmönnum ferðamannastöðum. Hins vegar vekja þau ótta um lyktarmengun:

„Þurrsalerni eru til af ýmsum gerðum, meðal annars útfærslur sem hentað geta fjölsóttum náttúru- og ferðamannastöðum. Þurrsalerni hafa þó víða slæmt orð á sér og stafar það einkum af ótta rekstraraðila við lyktarmengun og beina snertingu við salernisúrgang í daglegum rekstri. Hins vegar geta þurrsalernislausnir verið snyrtilegar og lausar við lyktarmengun séu þær rétt útfærðar, tæknilega séð. Við vissar aðstæður geta vatnssalerni þó verið betri kostur, sér í lagi ef um er að ræða viðbyggingar við núverandi salernisbyggingar þar sem notast er við vatnssalerni, og ekki er hætta á grunnvatnsmengun. Hvert tilfelli fyrir sig mun allstaf þurfa að meta þar sem val á salernislausn byggir á mörgum atriðum sem eru einstök á hverjum stað fyrir sig.“

Skýrslan í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“