fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækka – Fjárhagsleg áhrif kyrrsetningar MAX vélanna er óviss 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hfa lækkað um 2,31 prósent í Kauphöllinni. Samkvæmt tilkynningu félagsins til Kauphallar í morgun hefur Icelandair tekið á leigu tvær flugvélar til að takmarka áhrifin af kyrrsetningu Boeing 737 Max flugvélanna.

Jafnframt er greint frá því að félagið muni fella niður um 3,6 prósent af flugferðum sínum, eða um 100 ferðir.

Icelandair tilkynnti jafnframt að þeir muni hætta flugi til Cleveland og færa frekar flugframboðið þangað sem eftirspurn er meiri eftir ferðum til og frá Íslandi.

Fjárhagsleg áhrif kyrrsetningar MAX vélanna er óviss á þessu stigi.

Félagið hyggst vegan breytts samkeppnisumhverfis auka við framboð á flugi til Suður Evrópu og greint er frá því að þegar hafi verið aukið framboð til Alicante, en Icelandair mun bjóða upp á flug þangað tvisvar í viku í samstarfi við VITA.

Tilkynning félagsins birtist á vef Kauphallarinnar klukkan 10:41. Eins og áður segir hefur gengi hlutabréfa í félaginu  lækkað um 2,31 prósent.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“