fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Þorsteinn segir gagnrýni á þriðja orkupakkann innistæðulausa: „Það væri óskandi að menn vönduðu betur málflutning sinn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, segir það ólíðandi að sitja undir því að vera sakaður  um að brjóta gegn stjórnarskránni með þriðja orkupakkanum og óskar eftir því að menn vandi málflutnings sinn. Þetta kom fram á Alþingi rétt í þessu.

„Ábyrgð okkar þingmanna sem tökumst á við það starf og þá skuldbindingu að vinna að heill þjóðar er mikil.“

Þorsteinn segir að ábyrgðin þignmanna, sem sé mikil, felist í því hvernig þeir hátti störfum sínum, hvernig málin eru rædd og hvernig upplýsingagjöf til þjóðarinnar er háttað. Þess vegna finnst honum ámælisvert hvernig gagnrýni á þriðja orkupakkann hefur verið háttar.

Hann segir að þegar gagnrýnendur þriðja orkupakkans taki til máls, sé fullljóst að fullyrðingar þeirra um meint stjórnarskrárbrot  eða valdaframsal, séu fullkomlega innistæðulausar.

„Við erum búin að sitja hér undir árásum ákveðinna aðila og afla í samfélaginu um að þingmenn í þessum sal siti hér í einhvers konar svikráðum við þjóðina með því að styðja þetta mál. Að hér sé verið að brjóta gegn stjórnarskrá, hér sé verið að framselja auðlindir þjóðarinnar í hendur erlendra afla og þar frameftir götunum.“

„Það væri óskandi að menn vönduðu betur málflutning sinn í þessu máli og það er óþolandi sem þingmaður að sitja undir ásökunum um það að ganga að bak  drengskaparheiti sínu við stjórnarskrá Íslands, að sitja hér að svikráðum við þjóðina með því að að styðja við það mál sem þriðji orkupakkinn snýst um sem í öllum einfaldleika er neytendavernd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“