fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Erfitt verkefni: Hver verður forstjóri Íslandspósts?

Eyjan
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 17:28

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandspóstur hefur auglýst starf forstjóra fyrirtækisins laust til umsóknar. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri fyrirtækisins frá árinu 2004, hefur tilkynnt að hann láti af störfum. Fyrirtækið, sem er í eigu ríkisins, glímir við mikla rekstrarerfiðleika vegna samdráttar í bréfapósti. Í september síðastliðnum fékk Íslandspóstur 500 milljóna króna lán frá ríkinu til að styrkja lausafjárstöðu sína.

Í starfsauglýsingunni, sem birt var í Fréttablaðinu, segir:

Forstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri og skipuleggur starfsemina í samráði við stjórn. Hann stuðlar að stöðugum umbótum og gegnir lykilhlutverki í aðlögun póstþjónustu að síbreytilegu rekstrarumhverfi.

Forstjóri kemur fram fyrir hönd félagsins eftir því sem við á, svo sem vegna mála er varða rekstur og stöðu fyrirtækisins og samskipti við Póst- og fjarskiptastofnun, forsvarsmenn erlendra póstfyrirtækja og aðra hagsmunaaðila.

Tímamót eru framundan í rekstri póstþjónustu með gildistöku nýrra póstlaga. Breyttar ytri aðstæður skapa ný tækifæri og leitað er eftir öflugum leiðtoga til að leiða fyrirtækið inn í framtíðina.

Um menntunar og hæfniskröfur segir:

  • Víðtæk reynsla af stjórnun og rekstri
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri
  • Leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta, enskukunnátta og færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“