fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Bjarni dregur launahækkun ráðherra og þingmanna til baka – Ákveður sjálfur hvort af henni verður 2020

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 14:43

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt minnisblaði Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, leggur hann til tvær breytingar á frumvarpi sem fjallaði um breytingar á lögum vegna þess að kjararáð var lagt niður.

Fyrri breytingin sem Bjarni leggur til er að fyrirhuguð launahækkun þann 1. júlí 2019 gagnvart þjóðkjörnum fulltrúum muni ekki ganga í gegn. Hinsvegar fái Bjarni þá heimild í eitt skipti til að hækka laun þeirra þann 1. janúar 2020, til samræmis við áætlaða breytingu á launum þeirra sem átti að verða þann 1. júlí 2020.

Bjarni getur því ákveðið hvort þingmenn og ráðherrar fái launahækkun eða ekki,  sex mánuðum fyrr en áætlað var.

Einnig leggur Bjarni til að ákvæðið sem heimilar honum að hækka launin þann 1. janúar næstkomandi til samræmis við áætlaða breytingu á launum þann 1. júlí, verði fellt út.

Bjarni mun því engar ákvarðanir geta tekið um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa fyrr en í aðdraganda 1. janúar 2020.

Minnisblaðið er sent með samþykki ríkisstjórnar.

 

Tilkynningin er svohljóðandi:

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis minnisblað, með samþykki ríkisstjórnarinnar, þar sem lagðar eru til tvær breytingar á frumvarpi til breytinga á lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, sem nú er til meðferðar Alþingis. Sú fyrri lýtur að því að gerð verði breyting á 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða þannig að launahækkun 1. júlí 2019 komi ekki til framkvæmda gagnvart þjóðkjörnum fulltrúum.

Fjármála- og efnahagsráðherra verði hins vegar veitt heimild í eitt skipti til að hækka laun þjóðkjörinna fulltrúa 1. janúar 2020 til samræmis við áætlaða breytingu á launum þann 1. júlí 2020.

Jafnframt er lagt til að ákvæði um heimild ráðherra til að hækka laun 1. janúar til samræmis við áætlaða breytingu á launum 1. júlí verði fellt út en ákvæðið er í nokkrum greinum frumvarpsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“