fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Styrmir: „Ætlar Framsókn virkilega að grafa sína eigin gröf?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. apríl 2019 14:00

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og einn harðasti andstæðingur þriðja orkupakkans, nefnir að í dag muni Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tala fyrir þingsályktunartillögu sinni um innleiðingu þriðja orkupakkans, sem er þyrnir í augum þeirra sem vilja verja fullveldi landsins.

Styrmir hefur áður spáð því að málið geti leitt til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins, slík sé óánægjan í baklandinu með fyrirætlanir þingflokksins:

„Tilraunir ráðherrans til að friða fylgismenn sína í Sjálfstæðisflokknum hafa lítinn árangur borið, og forystusveit Sjálfstæðisflokksins bersýnilega ákveðin í því að keyra málið í gegn á Alþingi í beinni andstöðu við samþykktir landsfundar Sjálfstæðisflokksins og reyndar líka fundar hverfafélaga í Valhöll sl. haust. Hið sama virðist eiga við um VG, þótt fundur Ögmundar Jónassonar, fyrrum þingmanns og ráðherra flokksins sl.laugardag, ætti að hafa kveikt einhver viðvörunarljós á þeim vígstöðvum.“

Styrmir segir að ef Framsókn samþykki málið, sé það upphafið að endinum fyrir flokkinn:

„Hins vegar er með algerum ólíkindum, ef þingmenn Framsóknarflokksins ætla að hleypa þessu máli í gegn eins og ekkert hafi í skorizt. Þar með væru þeir að grafa sína eigin gröf. Miðflokkurinn er flokkur, sem klofnar út úr Framsóknarflokknum og er undir forystu fyrrverandi formanns og forsætisráðherra Framsóknarflokksins. Sá flokkur hefur tekið upp harða andstöðuvið orkupakkann. Það getur varla verið, að í þingflokki Framsóknar séu ekki einhverjir þingmenn, sem átti sig á því, að skipist mál á þennan veg nær Miðflokkurinn algerum undirtökum í baráttu þessara tveggja flokka um rótgróið fylgi Framsóknar í byggðum landsins. Þá segja sumir: þetta skiptir engu máli. Það er eftir sem áður meirihluti fyrir málinu á Alþingi með þingmönnum Samfylkingar og Viðreisnar. Ef málið yrði afgreitt á þann veg er augljóst að ríkisstjórnin væri fallin. Framsókn gæti ekki setið áfram í stjórn ef þannig yrði vaðið yfir hana og þingmenn hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt