fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Skúli Mogensen reynir að hópfjármagna endurreisn WOW air

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. apríl 2019 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum er Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, að reyna að endurreisa flugfélagið. Þessi tilraun hans byggist meðal annars á því að um 670 milljónum króna verði safnað með hópfjármögnun erlendis, ekki ólíkt því sem gerist á hinu íslenska Karolina Fund.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að rætt sé um að lágmarksfjárhæðar upp á um 200 til 250 þúsund íslenskra króna verði krafist af þeim sem vilja taka þátt í hópfjármögnuninni.

Blaðið segist hafa heimildir fyrir að skiptastjórar þrotabús WOW air hafi tekið vel í hugmyndir um að Skúli og lykilstarfsmenn, sem taka þátt í endurreisninni með honum, taki yfir kröfur um 200 starfsmanna um vangoldin laun en þar með fyrirgera þeir rétti sínum á þriggja mánaða uppsagnarfresti sem þeir eiga inni hjá WOW air. Þetta er sagt vera samfélagslega ábyrgt og valdi því að almennir kröfuhafar eigi meiri möguleika á endurheimtum úr þrotabúinu en ella. Á móti þessu fær Skúli að halda vörumerkinu WOW.

Skúli og fyrrgreindir lykilstarfsmenn reyna nú að fjármagna endurvakningu reksturs WOW air en til þess þurfa þeir 40 milljónir dollara. Fréttablaðið segir að fjársterkir aðilar tengdir ferðaþjónustunni hafi um helgina skoðað fjárfestingu í endurreisn WOW air. Þar er að sögn bæði um innlenda og erlenda fjárfesta að ræða.

Tíminn er sagður af skornum skammti fyrir Skúla og samstarfsmenn því flugvélarnar sem stefnt sé á að leigja verði varla á lausu mikið lengur en út vikuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“