fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Eyjan

Jón Ásgeir vill krónuna burt: „Hún flækir fyrir okkur og er óvinur heimilanna“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 6. apríl 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að Ísland sé ótrúlega vel statt. Þó hafi verið þessi neikvæða bylgja núna síðustu mánuðina, held ég að við séum í toppmálum. Það þarf svona aðeins að fínstilla hlutina en þrátt fyrir allt þetta tal um að ferðamannaiðnaðurinn sé á vonarvöl, þá jöfnum við okkur hratt á því.“

Þetta segir kaupsýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, en hann mætti sem gestur í útvarpsþáttinn Bakaríið á Bylgjunni í morgun. Jón Ásgeir er búsettur í Bretlandi en kíkti við á heimaslóðirnar í tilefni af 30 ára afmæli fyrstu Bónusverslunarinnar, sem opnaði í Skútuvogi á þessum segi árið 1989.

Þegar Jón Ásgeir er spurður hvernig honum finnst útlitið vera fyrir Íslandi á næstu árum í viðskipta- og samfélagslífinu segir hann útlitið vera þokkalega bjart þó ýmislegt megi betur fara.

Illa farið með verðskyn fólks

„Þetta er algjörlega einstakt land og ferðamannaiðnaðurinn á heimsvísu mun stækka. Menn eru líka orðnir þokkalega skynsamir í þessum kjarasamningum og síðan þurfum við að finna út með gjaldmiðilinn okkar,“ segir Jón Ásgeir, en hann er enginn aðdáandi krónunnar og telur nauðsynlegt að Ísland skipti um gjaldmiðil á næstunni.

„Krónan flækir fyrir okkur og er óvinur heimilanna í mínum huga,“ segir hann. „Þegar gjaldmiðill sveiflast frá fimm til sjö prósent, þá getur það farið mjög illa með verðskyn fólks. Þú missir verðskynið fyrir og það er hættulegt. Það getur ýtt við verðbólgunni þegar mikil sveifla er á genginu. Það færir skekkjuna yfir á heimilin.“

Þegar spurður er hvaða lausn myndi henta þjóðinni best svarar Jón Ásgeir skýrt: „Evran stendur okkur næst. Hvað sem þú hefur um hana að segja er það gjaldmiðill sem við getum fljótt aðlagast og væri skynsamlegt að skoða upptökuna á henni.“

Þá bætir hann við að hann sé ekki hrifinn af verðtryggingunni og hann hafi fulla trú á því að Íslendingar gætu orðið vanir notkun evrunnar á aðeins fáeinum árum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Ríki í ríkinu