fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Miðflokkurinn eykur fylgi sitt með nýjum liðsmönnum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 1. apríl 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn, sem er fjölmennasti þingflokkurinn í stjórnarandstöðu, er eini flokkurinn sem bætir við sig fylgi að einhverju ráði samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. RÚV greinir frá.
Klausturþingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengu til liðs við Miðflokkinn seint í febrúar eftir að hafa verið utanflokka í kjölfar brottvikningar þeirra frá Flokki fólksins.
Bætir Miðflokkurinn við sig rúmlega tveimur prósentustigum milli kannana og nálgast kjörfylgi sitt.
Flokkur fólksins kæmi ekki manni að ef kosið yrði nú,  hann mælist með 3,7% fylgi.
Fylgi flokka úr könnun Gallup. Tekið af síðu RÚV.

 

Sjálfstæðisflokkurinn fær 25% fylgi, sama og í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir mánuði.

Samfylkingin fær 15,9% fylgi.

Fylgi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Pírata mældist jafnt, eða 11,6%.

Fylgi Viðreisnar mælist 10,%, og Framsóknarflokkur og Miðflokkurinn mælast jafn stórir í með 9% fylgi.

Fylgið við Sósíalistaflokkinn mælist þrjú og hálft prósent.

Fylgi við ríkisstjórnina mælist 47.5%, sem er svipað og fyrir mánuði.

Rúmlega 13% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa, ef kosið yrði til Alþingis í dag og nærri 10% neituðu að gefa upp afstöðu sína.

Könnunin var netkönnun, gerð dagana 1. til 31. mars og var heildarúrtakið 6.705 og þátttökuhlutfall 55,4%. Vikmörkin á fylgi flokkann eru 0,2 til 1,6% og voru svarendur handahófsvaldi úr Viðhorfahópi Gallup

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt