fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Segja áfengisfrumvarp Þorsteins leiða til fjölgunar krabbameinstilfella

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. mars 2019 15:30

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krabbameinsfélag Íslands hvetur alþingismenn til að kjósa gegn áfengisfrumvarpi Þorsteins Víglundssonar, þar sem það myndi leiða til aukinnar áfengisneyslu og þar af leiðandi fleiri krabbameinstilfella, þar sem neysla áfengis auki líkur á krabbameini.

„Krabbameinsfélag Íslands hvetur þjóðkjörna fulltrúa til að nýta möguleika sína til að vinna að aukinni velferð íslensku þjóðarinnar og forgangsraða aðgerðum í þágu bættrar lýðheilsu,“

segir í tilkynningunni.

Þorsteinn, sem ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar og Pírata hefur lagt fram frumvarp sem afnemur einokun ríkisins á sölu áfengis. Ekki er um sölu þess í matvörubúðum að ræða, líkt og raunin var í eldra frumvarpi, heldur einungis að einkaaðilum verði gert fært að selja áfengi í sérstökum búðum, eins og ríkið hefur gert í fjölda ára og afnema þar með einokunina.

Einnig er lagt til í frumvarpinu að áfengisauglýsingar verði leyfðar, með takmörkunum og að  auknu fjármagni verði veitt til forvarna.

Skýtur skökku við

„Það skýtur óneitanlega skökku við að nú sé til umræðu að leyfa frjálsari verslun með áfengi. Verði frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi samþykkt verður það aðgerð sem vinnur stórlega gegn markmiðum nýsamþykktrar krabbameinsáætlunar,“

segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins.

Lengi hefur verið vitað að neysla áfengis eykur líkur á krabbameinum í munnholi, koki, barkakýli, vélinda, lifur, brjóstum, ristli og endaþarmi. Áfengi veldur til dæmis 5% brjóstakrabbameina og 3% krabbameina í ristli og endaþarmi á Norðurlöndum, samkvæmt tilkynningunni.

Tvískinnungur

Bent er á að frjálsari verslun með áfengi og lýðheilsusjónarmið fari ekki saman:

„Í lok janúar á þessu ári samþykkti heilbrigðisráðherra tillögur að íslenskri krabbameinsáætlun. Tillögurnar voru unnar af okkar færustu sérfræðingum og byggja á þekkingu og rannsóknum. Fyrsti liður áætlunarinnar fjallar um aðgerðir til að minnka líkur á krabbameinum. Í dag getur þriðji hver einstaklingur á Íslandi vænst þess að greinast með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni en vitað er að hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 tilfellum krabbameina með heilsusamlegum lífsstíl. Vinna þarf gegn fjölgun krabbameina með öllum tiltækum ráðum.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gefur skýr skilaboð um að áhrifaríkustu leiðirnar til að draga úr áfengisneyslu séu allar á valdi stjórnvalda og að þær séu: Takmörkun á framboði áfengis, verðstýring og bann við áfengisauglýsingum.

Ákvarðanir stjórnvalda hljóta alltaf að byggja á bestu þekkingu. Augljóst er að ekki fer saman að Alþingi leyfi frjálsari verslun með áfengi, sem mun meðal annars fjölga dauðsföllum, sjúkdómum og kostnað í heilbrigðiskerfinu á sama tíma og vinna á eftir nýrri íslenskri krabbameinsáætlun og lýðheilsuáætlunum með forvarnir að leiðarljósi. Stjórnvaldsaðgerðir hafa skipt sköpum í þeim árangri sem Íslendingar hafa náð í tóbaksvörnum og vekur þessi árangur athygli á heimsvísu. Lærum af reynslunni og vinnum að betri lýðheilsu, til dæmis með aðgangstakmörkunum og skattlagningu.“

Leiðir til fjölgunar dauðsfalla

Krabbameinsfélagið birtir síðan niðurstöður könnunar sem benda til þess að sérverslanir með áfengi stuðli að aukinni drykkju og þar af leiðandi aukningu krabbameinstilfella, sem óneitanlega leiðir til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameins:

„Miðað við óbreyttar drykkjuvenjur á Norðurlöndunum má búast við að áfengisneysla muni valda 83.000 krabbameinstilfellum næstu 30 árin. Ef drykkja minnkaði og helmingur þeirra sem drekka 1-4 glös af áfengi á dag myndi hætta að drekka áfengi væri hægt koma í veg fyrir 21.500 krabbameinstilvik.

Aftur á móti hefur verið sýnt fram á að þegar sala áfengis er gefin frjáls þá eykst neyslan til muna. Rannsökuð voru áhrif þess að aflétta ríkiseinokun í Svíþjóð, ef salan færðist annars vegar yfir í einkareknar sérverslanir með áfengi og hins vegar í almennar verslanir. Samkvæmt nýlega uppfærðum niðurstöðum myndi drykkjan aukast um 20% ef sérverslanir tækju við sölunni, en um 31% ef það yrðu almennar verslanir. Áfengistengd dauðsföll vegna krabbameina myndu aukast um 18% (sérverslanir) og 29% (almennar verslanir).

 Nýlega birti hið virta vísindatímarit Lancet grein þar sem metin voru gögn frá 195 löndum með alls 28 milljónum þátttakenda um tengsl áfengis og heilsu. Þar kom fram að árlega má rekja 3 milljónir dauðsfalla til neyslu áfengis. Krabbamein er þar í efsta sæti áfengistengdra dánarmeina meðal einstaklinga eldri en 50 ára.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun