fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Hraunborgir bjóða strandaglópum WOW fría gistingu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. mars 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk og eigendur Hraunborga bjóða nú þeim ferðamönnum sem strandaglópar eru hér á landi vegna gjaldþrots WOW fría gistingu næstu viku. Með þessu vonast þau til að sýna ferðamönnum í verki að Íslendingar beri virðingu fyrir þeim og áhuga þeirra á Íslandi.

„Okkur langar einnig að þakka WOW AIR og starfsfólki fyrir vel unnin störf og aðdáunarverða samheldni í því að reyna að bjarga rekstri sínum á þessum erfiðu tímum.“

Í ljósi þeirra sorgarfregna um rekstrarstöðvun WOW AIR og frétta um það að hótel og flugfélög séu að hækka verð í kjölfarið, langar okkur í Hraunborgum – Lava Village að koma til móts við þann fjölda fólks og fjölskyldna sem föst eru hér á landi og bjóða þeim fría gistingu hjá okkur næstu viku á meðan þau greiða úr sínum málum til að komast til síns heima. Við vonumst til þess að með þessu náum við að sýna ferðamönnum að við Íslendingar berum virðingu fyrir áhuga þeirra á Íslandi og komu þeirra hingað og notum ekki svona harmleik til þess að græða á þeim, heldur viljum koma á móts við það fjárhagstjón sem þetta getur valdið þeim.
Höldumst öll í hendur og hjálpumst að á svona tímum. Við erum lítið ferðaþjónustu fyrirtæki og getum því miður ekki tekið á móti öllum þó viljinn sé fyrir hendi svo við skorum í leiðinni á bílaleigur og gististaði á Íslandi að gera slíkt hið sama. Margt smátt getur heilmiklu breytt.

Með þessum orðum langar okkur einnig að þakka WOW AIR og starfsfólki fyrir vel unnin störf og aðdáunarverða samheldni í því að reyna að bjarga rekstri sínum á þessum erfiðu tímum.
Með vinsemd
Starsfólk og eigendur Hraunborga – Lava Village
Til að bóka gistingu er best að senda okkur póst með afriti af flugmiða áwww.lavavillage.is eða á lavavillage@lavavillage.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus