fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þorsteinn Már: „Ef við göng­um of langt að þá biðjumst við af­sök­un­ar. Það ger­ir Már Guðmunds­son aldrei“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. mars 2019 16:11

Már og Þorsteinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var ekki sáttur við svör Más Guðmundssonar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hann sagði við mbl.is að það væri skiljanlegt að mönnum yrði heitt í hamsi eftir að hlýða á orð hans, en sonur Þorsteins viðhafði ógnandi hegðun í garð seðlabankastjóra eftir fundinn og sagði honum að „drulla“ sér í burtu þegar Már reyndi að ná tali af Þorsteini.

„Það er kannski mun­ur­inn á mér og syni mín­um og svo Má að ef við göng­um of langt að þá biðjumst við af­sök­un­ar. Það ger­ir Már Guðmunds­son aldrei,“

sagði Þorsteinn.

Sjá nánar: Sauð upp úr á göngum Alþingishússins:Sonur Þorsteins sagði Má seðlabankastjóra að drulla sér burtu

Rangfærslur og málalok

Þorsteinn sagði að Már hefði sagt það sem hann hafi komist upp með, en fullyrðingar hans hafi verið rangar.

„Hann bara klipp­ir og lím­ir eins og maður seg­ir og tek­ur það sem pass­ar hon­um.“

Nefndi Þorsteinn sem dæmi að í lögfræðiáliti sem Már sagðist hafa fengið árið 2012 til heimildar sekta á einstaklinga og fyrirtæki, hafi komið fram álit lögmanns um að ósennilegt væri að Seðlabankinn myndi sækja sigur í slíku máli fyrir dómstólum. Már hafi í morgun kosið að minnast ekki á þessa staðreynd.

Þorsteinn skildi Gylfa Magnússon, formann bankaráðs Seðlabankans þannig í morgun að málinu væri ekki lokið, þó svo seðlabankastjóri teldi því lokið:

„Már seg­ir mál­inu lokið núna. Hann er búin vera að tjá sig um það árum sam­an og svo núna ætl­ar hann allt í einu ekki að tjá sig. Núna seg­ir hann allt í einu mál­inu lokið og ætl­ar ekki að biðjast af­sök­un­ar. Hann (Gylfi) vill að bankaráð hafi for­göngu um að reyna að ljúka þessu máli og það er von mín að það sé líka vilji for­sæt­is­ráðherra.“

Kæran yfirvofandi

Þorsteinn sagði að Samherji myndi leita réttar síns ef málinu lyki ekki fljótt og án tafa:

„Þá mun­um við jafn­framt kæra ein­stak­ling­ana sem stóðu fyr­ir ólög­legri hús­leit og hafa verið að bera rang­ar sak­argift­ir, hvort sem er á mig eða aðra. Hafa ber í huga að það er gert með það í huga að koma mér og fleir­um í fang­elsi,“

sagði Þorsteinn við mbl.is og vísaði til Más, Rannveigar aðstoðarseðlabankastjóra og Sigríðar Logadóttur aðallögfræðings Seðlabankans.

Ekki metið til fjár

Sagði Þorsteinn að tjónið sem málið hefði valdið Samherja yrði ekki bætt, enda erfitt að meta það til fjár:

„Viðskipta­vild verður held­ur aldrei bætt, né held­ur þau tæki­færi sem fyr­ir­tækið missti af vegna þess að þetta var gert með það fyr­ir aug­um að skaða sem mest og það tókst. Síðan er það annað fjár­hags­legt tjón og það er útlagður kostnaður.“

Gylfi Magnússon viðurkenndi að bankinn hefði eytt miklum fjármunum í Samherjamálið  og sagði Þorsteinn að athyglisvert sé að Seðlabankinn sé eina stofnunin innan stjórnkerfisins sem komist upp með að greina ekki frá kostnaði:

„Ég get þó trúað að þær verði birt­ar ein­hvern tím­ann þegar Már er far­inn úr húsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn