fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Kastljósið beinist að Þórólfi – Skipunartími rennur út um áramót

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. mars 2019 09:53

Þórólfur Halldórsson Skjáskot af RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar niðurstöðu Landsréttar í október og síðan Hæstaréttar í síðustu viku varðandi ólögmæti lögbanns Glitnis HoldCo á fréttaflutning Stundarinnar úr gögnum bankans um fjármál Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, hefur staða Þórólfs Halldórssonar, sem gegnir embætti sýslumanns höfuðborgarsvæðisins, verið gerð að umtalsefni.

Þórólfur er sá sem samþykkti lögbannið að beiðni Glitnis og hefur verið kallað eftir afsögn hans í kjölfar dómanna, bæði í Landsrétti og Hæstarétti. Strax og lögbannskrafan var sett fram, var efast um lögmæti hennar, en hún var sett fram skömmu fyrir Alþingiskosningarnar 2017. Hefur því verið haldið fram til jafns, að tímasetningin hafi komið Bjarna Benediktssyni bæði vel og illa.

Halldór var skipaður í embættið 1. janúar 2015 og rennur því skipunartími hans út um áramótin næstu. Ef dómsmálaráðherra hyggst auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar, ber ráðherra að tilkynna Halldóri það með sex mánaða fyrirvara, ekki síðar en þann 1. júlí.

Engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt, samkvæmt fyrirspurn Fréttablaðsins, en nokkur óvissa er einnig um hver muni gegna embætti dómsmálaráðherra þegar að þessu kemur.

Eyjan greindi frá því í síðustu viku að ólíklegt væri að Stundin myndi höfða skaðabótamál vegna lögbannsins, en Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um það. Hinsvegar væri skaðinn vegna lögbannsins ótvíræður, þó erfitt væri að meta hann til fjár.  Ljóst væri þó, að dæmdur málskostnaður, alls 2,4 milljónir, myndi ekki duga fyrir kostnaðinum vegna málsvarnar Stundarinnar og Reykjavík Media.

Umdeildur sýslumaður

Þórólfur hefur áður komist í kastljós fjölmiðla. Árið 1998 gekk hann vasklega fram á framboðsfundi á Patreksfirði, hvar hann gengdi embætti sýslumanns. Var spurningum hans til andstæðinga Sjálfstæðisflokksins líkt við fallbyssuskothríð hvar hann dró ýmislegt fram úr fortíð frambjóðenda og krafðist svara.

Þá var Þórólfur kærður fyrir að hafa óeðlileg áhrif á kosningarnar  í Vesturbyggð árið 1998, þar sem hann sem sýslumaður var jafnframt kjörstjóri við utankjörfundarkosningu, en hann var varaformaður sjálfstæðisfélagsins Skjaldar. Var hann sagður hafa farið með kjörkassann í heimahús og sjúkrahús á Patreksfirði, til að láta eldra fólk og sjúklinga kjósa og var hann einn á ferð.

Er talið að fleiri en fimm atkvæði hafi fengist með þessum hætti Halldórs, en afar mjótt var á mununum í kosningunum, hvar utankjörfundaratkvæðin skiptu nokkru máli, þar sem fjórði maður Sjálfstæðisflokksins komst inn á þeim, á kostnað manns af Vesturbyggðarlistanum.

Þórólfur var einnig formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og þá var hann skipaður sýslumaður í Keflavík af Birni Bjarnasyni, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, árið 2008. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, skipaði Þórólf svo sýslumann á höfuðborgarsvæðinu árið 2014.

Sjá nánar: Hver er Þórólfur sýslumaður? Hörð viðbrögð vegna lögbanns og kosningar kærðar – Nátengdur Sjálfstæðisflokknum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus