fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Ferðir Íslendinga til útlanda munu dragast saman

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. mars 2019 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ein hliðarverkum af gjaldþroti WOW sem virðist nú vera alveg yfirvofandi – ef fréttir um skuldastöðu félagsins eru réttar er varla hægt að halda áfram.

Ekki einungis munu færri ferðamenn koma til Íslands – þar erum við að tala um algjört hrun í farþegum sem koma frá Bandaríkjunum, því með sínum ódýru fargjöldum WOW hefur dregið hingað Bandaríkjamenn sem ella hefðu ekki komið – heldur verður örugglega talsverður samdráttur í utanlandsferðum Íslendinga. Í fyrra var metár í ferðum Íslendinga til útlanda.

Frá sjónarhóli loftslagsins eru það auðvitað góðar fréttir – maður sér ekki betur en að sé að verða ákveðin vakning í loftslagsmálunum með mótmælum barna og ungmenna og sjónvarpsþáttunum Hvað höfum við gert? En breytir því, að minnsta kosti tímabundið, hvernig Íslendingar verja frítíma sínum. Það verður ekki eins auðvelt að skreppa bara út fyrir lítinn pening á fótboltaleiki, í borgarferð eða sólarströnd.

Við sjáum þetta í frétt á vef Mbl.is í dag. Þar er birt þessi mynd, skjáskot af leitarvélinni Dohop. Þetta er verðið með Icelandair til Kaupmannahafnar um helgina.

 

Og fyrir neðan birtist svo verðið sem WOW býður á sömu leið – til Hafnar. 100 þúsund króna munur eins og segir í fréttinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“