fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

WOW air tapaði 22 milljörðum á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WOW air tapaði 22 milljörðum króna á síðasta ári. Afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var neikvæð um 10 milljarða króna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að tap í tengslum við sölu fjögurra nýlegra Airbusþota til Air Canada undir lok árs hafi haft mikil áhrif á afkomu félagsins. Tveir þotuhreyflar sem fylgdu með í sölunni stóðust ekki söluskoðun og rýrði það söluandvirði vélanna mjög að sögn Morgunblaðsins.

Þessi slæma afkoma veldur því að eigið fé félagsins er um þessar mundir neikvætt um rúmlega 13 milljarða króna sem þýðir að eigifjárhlutfall er neikvætt um 83 prósent.

Áætlanir WOW air gera ráð fyrir að eigið fé verði neikvætt um 14 milljarða um mitt ár en það jafngildir 87 prósentum. Blaðið segir að sömu áætlanir sýni að í árslok sé gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfallið verði neikvætt um 101 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun