fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Hvað gerist nú í kjölfar skýrslu Robert Mueller um Donald Trump?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur heldur betur létt til yfir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í kjölfar þess að Robert Mueller, sérstakstur saksóknari, skilaði skýrslu um niðurstöður rannsóknar á meintum tengslum Trump við Rússa og íhlutun þeirra í bandarísku forsetakosningarnar 2016. En hvað gerist nú þegar Mueller hefur skilað skýrslunni? Verður allt í blóma hjá Trump og er hann laus undan öllum ásökunum?

Málið er nú ekki alveg svo einfalt því nú er hinn pólitíski slagur um skýrsluna rétt að byrja. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur aðeins birt fjögurra síðna útdrátt úr skýrslunni en hann sendi hann leiðtogum beggja deilda á þinginu. Í útdrættinum er komist að þeirri niðurstöðu að engar sannanir hafi fundist fyrir samsæri Trump og Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar.

Það eru því sárafáir sem vita hvað stendur í skýrslunni, hvaða niðurstöðu Mueller komst að eða hvað hann rannsakaði. Þetta vilja demókratar fá upplýsingar um og þeir vilja gjarnan fá skýrsluna því þeir telja ekki útilokað að í henni sé eitthvað sem þeir geta notað í framtíðinni gegn Trump.

Michael Cohen er lykillinn

Þrátt fyrir að rannsókn Mueller sé lokið þá getur Trump ekki alveg talið sig sloppinn. Fulltrúadeild þingsins er enn að rannsaka meint tengsl hans við Rússland en það er liður í stórri rannsókn á umsvifum og gjörðum Trump. Nýlega kom fram að rannsóknin teygir sig til fjölskyldu Trump, fyrirtækja hans, kosningabaráttu og ríkisstjórnar hans. Fulltrúadeildin hefur nú þegar sent frá sér 81 kröfu um afhendingu gagna. Á meðal þeirra sem hefur fengið slíka kröfu er Jared Kushner, tengdasonur Trump.

Fyrir nokkrum vikum bar Michael Cohen, fyrrum lögmaður Trump, vitni fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar vegna rannsóknarinnar. Hann setti fram nokkrar alvarlegar ásakanir á hendur Trump sem hann sagði meðal annars hafa logið opinberlega um fjárhagsleg- og pólitísk tengsl sín við Rússland. Fleiri vitni eiga eftir að koma fyrir rannsóknarnefndina. Demókratar ráða lögum og lofum í fulltrúadeildinni og stýra því rannsókninni og setja í þann farveg sem þeim hugnast best.

Auk rannsóknar fulltrúadeildarinnar er margvíslegur málarekstur í gangi í New York gegn forsetanum og aðilum honum tengdum. Umtalaðasta málið varðar meinta greiðslu Trump til klámstjörnunnar Stormy Daniels fyrir að skýra ekki frá sambandi þeirra 2006. Cohen sagði fyrir dómi í New York að Trump hafi gefið honum fyrirmæli um að greiða Daniels fyrir þögn hennar. Margir lögspekingar telja að þetta mál geti orði Trump skeinuhættara en rannsókn Mueller. Þetta vita demókratar og munu væntanlega láta sverfa til stáls í þessu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma