fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vegagerðin hafnar viðbótagreiðslum vegna Herjólfs

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 23. mars 2019 13:08

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr Herjólfur er nánast tilbúinn. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur skipasmíðastöðin Crist S.A farið fram á viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samning sem gerður var um smíðina. Vegagerðin hafnaði kröfunni og bauð stöðinni að ljúka greiðslum eftir samningnum, fá skipið afhent en vísa ágreiningi til úrlausnar þriðja aðila.

Enn á eftir að ljúka minniháttar lagfæringum á nýjum Herjólfi sem og prófunum. Samgöngustofa  á síðan eftir að ljúka skoðun og staðfesta að gefa megi út haffæruskírteini.

Vegagerðin telur að miða við eðlilega framvindu ætti þessum verkefnum að vera lokið um mánaðamótin.

Samkomulag um lokauppgjör liggur, eins og áður kemur fram, ekki fyrir. Vegagerðin telur þó að þar sem samningar sem gerðir hafi verið bæði um aðalverkið sem og aukaverk hafi allir verið skriflegir þá ætti úrlausn ágreinings ekki að vera flókin. Samningar geri í engu ráð fyrir viðbótargreiðslu og því hafnar Vegagerðin að reiða slíkar greiðslur af hendi.

Vegagerðin hefur leitað til erlendra sérfræðinga til að fá ráðleggingar um hvernig beri að bregðast við kröfum Christ S.A og niðurstaða þeirra var að slíkar viðbótargreiðslur fái ekki stoð í samningi aðila.

„Vegagerðin hefur lagt til að stöðin afhendi ferjuna í lok næstu viku gegn því að Vegagerðin greiði lokagreiðslu í samræmi við samning auk þess að gera upp samþykkt aukaverk, en kröfu stöðvarinnar um viðbótargreiðslu verði vísað til þriðja aðila til úrlausnar í samræmi við samning. Stöðin hefur ekki fallist á þetta en heldur fast við kröfu sína um viðbótargreiðslu umfram samning og samþykkt aukaverk. Gert er ráð fyrir að það skýrist frekar í næstu viku hvort grundvöllur sé fyrir samkomulagi um framhald málsins en þar til það liggur fyrir verður áfram óvissa um hvenær stöðin hyggst afhenda ferjuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt