fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Kostar 1,4 milljarða að malbika 35 kílómetra í Reykjavík í sumar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. mars 2019 14:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð hefur heimilað  umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við malbikun á þessu ári. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að undanfarin ár hafi verið malbikunarátak, eftir samdrátt í kjölfar hrunsins.

Í fyrra var malbikað fyrir rúmlega tvo milljarða sem var met en þá var lagt malbik á 9,4% gatnakerfisins í borginni. Í ár stendur til að malbika 35 kílómetra af götum borgarinnar og mun það kosta rúmar 1.400 milljónir króna. Það eru um 8,5% af heildarlengd gatna í borginni. Ef árlega eru endurnýjuð um 6% af heildarlengd gatnakerfisins er það í jafnvægisástandi.

Bæði er um að ræða malbikun yfirlaga sem og endurnýjun með fræsingu og malbikun.

Þá verður einnig unnið við hefðbundnar malbiksviðgerðir í sumar og er kostnaður við þær áætlaður 205 milljónir króna.

Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018-2022 er gert ráð fyrir 6.120 milljónum króna til endurnýjunar á malbiksyfirlögum auk hefðbundinna malbiksviðgerða.

Að auki verða götur sem til stendur að endurnýja í miðborginni malbikaðar en þar er m.a. um að ræða Frakkastíg og vestasta hluta Hverfisgötu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“