fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Katrín neitar að birta minnisblaðið um mögulegar afleiðingar dóms MDE

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. mars 2019 09:23

Katrín Jakobsdóttir Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, fékk afhent minnisblað frá ríkislögmanni um mögulegar afleiðingar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, áður en dómurinn féll þann 12. mars. RÚV greinir frá. Mikið hefur verið rætt í fjölmiðlum um að það skjóti skökku við að dómurinn hafi komið mörgum í ríkisstjórninni svo mikið á óvart líkt og raun bar vitni, til dæmis af viðbrögðum dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra í kjölfar dómsins að ráða, en hann virtist koma þeim í opna skjöldu.

Þau viðbrögð verður því að skoða í því ljósi að forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið höfðu bæði kallað eftir sérfræðiálitum vegna mögulegrar útkomu dómsins.

Varðar þjóðaröryggi ?

Hinsvegar vill forsætisráðuneytið ekki afhenda minnisblaðið til fjölmiðla, en RÚV greinir frá því að forsætisráðuneytið telji að minnisblaðið sé undanþegið upplýsingalögum og neitar að afhenda það, og hefur vísað beiðni RÚV til ríkislögmanns, sem taka þarf ákvörðun um birtingu. Einnig var því hafnað að afhenda minnisblað frá ríkisstjórnarfundinum daginn eftir dóm MDE.

Í upplýsingalögum eru ákveðin gögn undanþegin upplýsingarétti, þar með taldar fundargerðir og gögn ríkisráðs og ríkisstjórnar, sem og bréfaskipti við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli:

Gögn undanþegin upplýsingarétti.
Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur ekki til:
1. fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi,
2. gagna sem útbúin eru af sveitarfélögum, samtökum þeirra eða stofnunum og varða sameiginlegan undirbúning, tillögugerð eða viðræður þessara aðila við ríkið um fjárhagsleg málefni sveitarfélaga,
3. bréfaskipta við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað,
4. gagna sem tengjast málefnum starfsmanna, sbr. 7. gr.,
5. vinnugagna, sbr. 8. gr.

Leitaði til erlendra aðila

Katrín óskaði sjálf eftir minnisblaðinu frá embætti ríkislögmanns, um mögulegar afleiðingar dóms MDE, meðal annars ef dómurinn félli ríkinu ekki í hag. Mun Katrín hafa aflað sér munnlegs álits fjölda sérfræðinga í aðdraganda dómsins, innlendra sem erlendra, til dæmis hjá fulltrúum Dómsmálaráðuneytisins, og norska lögmannsins Thomas Horn, sem komst í kastljós fjölmiðla er hann var norskum fjölmiðlum innan handar þegar Anders Breivik leitaði réttar síns hjá MDE.

Þá var einnig leitað til Davíðs Þórs Björgvinssonar, fyrrverandi dómara við MDE og varaforseta Landsréttar og Hafsteins Dan Kristjánssonar, doktorsnema við Oxford háskóla.

Engin skrifleg minnisblöð gengu ekki á milli ráðuneytanna, samkvæmt svari skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar forsætisráðuneytisins.

Katrín sagði sjálf eftir að dómurinn féll, að honum yrði áfrýjað og var nokkuð afdráttarlaus. Á Alþingi boðaði hún hinsvegar að kallaður yrði til erlendur sérfræðingur til að fara yfir möguleikana í stöðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt