fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Fallinn strompur

Egill Helgason
Föstudaginn 22. mars 2019 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill öldungur er að velli lagður, var eitt sinn sagt um gamalt og stórt hús sem var rifið í Reykjavík

Ég veit ekki hvort hægt er að segja svona um strompinn á Sementsverksmiðjunni á Akranesi sem var felldur í dag.  Hún var byggð á árunum 1956-58, þegar þótti ríða á að efla atvinnuvegina í landinu. Strompurinn var semsagt rúmlega sextugur.

En strompurinn sást víða að – hann var á sinn hátt kennileiti Akraness. Það mátti greina hann yfir Faxaflóann frá Reykjavík þegar var sæmilegt skyggni. Ég vona að ég móðgi engan þegar ég segi að Akranes sé almennt fremur lágreistur bær og pínulítill söknuður að strompnum. Siglfirðingar hafa haldið í strompinn gamla frá Síldarverksmiðju ríkisins – en annars hafa stórir strompar landsins verið fremur á fallanda fæti.

Stóri strompurinn á fisikmjölsverksmiðjunni í Laugarnesi var felldur 1998, hann var sjötíu metra hár.

Strompurinn var víst illa farinn og hefði kostað fé og fyrirhöfn að halda honum við. Hefði kannski verið tóm vitleysa. Maður hefði þó getað hugsað sér að strompurinn yrði lýstur upp – það hefði verið hægt að láta hann lýsa yfir allt Faxaflóasvæðið.

Það er allavega hugdetta.

Ég birti þetta greinarkorn aðallega vegna myndarinnar sem birtist hér að ofan sem mér finnst fjarska skemmtileg.. Hún er eftir myndlistarmanninn Bjarna Skúla Ketilsson – sem notar listamannsnafnið Baski. Hann einhvern veginn nær þessu alveg í fáum dráttum. En frá því fyrr í dag er fyrirmyndin semsagt horfin sjónum fyrir fullt og allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu