fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Boða til hungurgöngu á Austurvelli: „Það er samfélagið sem ber ábyrgðina“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. mars 2019 12:05

Mynd_ Facebooksíða Gulu vestanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur grasrótarsamtök standa fyrir Hungurgöngu á Austurvelli kl. 14 á morgun laugardag, til að mótmæla láglaunastefnunni og að fólk fái ekki laun og lífeyri sem dugar til framfærslu út mánuðinn.
Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim sem kenna sig við Gulu vestin segir:
„Fólk á lægstu launum, örorkulífeyri og eftirlaunum hefur ekki nægar tekjur til að lifa út mánuðinn. Þetta á við um tug þúsundir einstakinga og fjölskyldna. Það er þjóðarskömm. Við mótmælum að fólki fái ekki laun og lífeyri sem dugar fólki til að framfleyta sér. Við mótmælum því að í einu af ríkustu samfélögum veraldar sé fólk dæmt til fátæktar, bjargarleysis, ótta og örvæntingar. Vér mótmælum öll. Á Austurvelli laugardaginn 23. mars. Á þeim degi hafa þúsundir landsmanna stigið yfir hungurmörkin, eru búin með launin sín og lífeyri í mars, eiga ekkert eftir til að framfleyta sér út mánuðinn.“
Nefnt er að láglaunafólk á leigumarkaði hafi eftir skatta, gjöld og húsnæðiskostnað aðeins efni á að framfleyta sér hluta af mánuðinum, eða fram á eftirmiðdaginn 22. mars, sé miðað við markaðsverð á húsaleigu og framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara. Fyrir fulla vinnu fær það ekki laun sem duga til að halda sér á lífi út mánuðinn, samkvæmt tilkynningu:
„Einstæð móðir með tvö börn fær hærri húsnæðisbætur en einstaklingur og börnin fá barnabætur. Þetta dugar samt fjölskyldunni ekki lengur en fram til miðnættis föstudaginn 22. mars, sé miðað við markaðsverð á húsaleigu og framfærsluviðmið Umboðsmanna skuldara. Frá og með laugardeginum tekur hungurgangan við út mánuðinn, hjá móðurinni og börnum hennar. Þau sem eru á lægsta örorkulífeyri eða eftirlaunum rétt ná fram á sunnudaginn 24. mars miðað við framfærsluviðmiðin og húsaleigu á leigumarkaði. Eftir það tekur hungurgangan við.
Fólk sem býr við þessara ömurlegu aðstæður er hvatt til að koma á Austurvöll og skila skömminni. Þau bera ekki ábyrgð á fátæktinni sem þau hafa orðið fyrir. Það er samfélagið sem ber ábyrgðina. Og það er til lausn; að hækka lægstu laun og lágmarks lífeyri og eftirlaun. Fólk sem ofbíður þær aðstæður sem fólk á lægstu launum eru búnar er hvatt til að mæta á Austurvöll og sýna samstöðu með láglaunafólki, öryrkjum og eftirlaunafólki.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“