fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. mars 2019 11:19

Sanna Magdalena

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, lagði fram tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi á þriðjudag, að hæstu laun starfsmanna Reykjavíkurborgar yrðu aldrei hærri en þreföld lægstu laun borgarstarfsmanna. Miðar hún við að lægstu launin séu 425 þúsund krónur á mánuði líkt og kröfur Starfsgreinasambandsins geri ráð fyrir eftir þrjú ár og af því leiðir að hæstu launin verði ekki hærri en 1.250.000 krónur á mánuði.

Meirihlutinn felldi tillöguna, en með samþykkt hefði borgarstjóri lækkað í launum um cirka milljón krónur á mánuði.

Laun borgarstjóra eru rúmar tvær milljónir á mánuði, en borgarfulltrúar fá frá 742 þúsund krónum á mánuði og alveg upp í 1,1 milljón á mánuði, eftir álagshlutfalli vegna setu í nefndum og ráðum.

Tillaga Sönnu fékk stuðning Miðflokksins og Flokks fólksins, en Sjálfstæðisflokkurinn kaus að sitja hjá.

Almenn sátt um fyrirkomulagið

Bar meirihlutinn því við að almenn sátt ríkti um fyrirkomulagið á því hvernig samið væri um kaup og kjör:

„Almenn sátt er um það í íslensku samfélagi að samningar um kaup og kjör fari fram á milli vinnuveitenda og stéttarfélaga launafólks sem fara með samningsumboðið. Rétt er að nefna að í samstarfssáttmála meirihlutans segir: „Við ætlum að eyða launamun kynjanna hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar, móta kjarastefnu og halda áfram tilraunaverkefninu um styttingu vinnuvikunnar.“ Það er að okkar mati rétt nálgun. Þar sem ekki þykir rétt að sveitarfélag beiti sér í kjaramálum með þeim beina hætti sem mælt er fyrir um í tillögunni er lagt til að tillögunni verði vísað frá.“

Lítið yður nær, engin sátt um ofurlaun

Sanna segir þetta ekki rétt hjá meirihlutanum og bendir í bókun sinni á gjörðir borgarstjórnar sjálfrar þegar kemur að launakjörum þeirra:

„Hæstu laun æðstu stjórnenda, þ.e.a.s. embættismanna, og hæstu laun kjörinna fulltrúa þarf að lækka til að halda launabili hæstu og lægstu launa innan sómasamlegra marka. Þau laun eru ekki ákveðin í samningum milli stéttarfélaga og vinnuveitenda eins og meirihlutinn heldur fram. Sem dæmi má nefna að árið 2017 ákvað borgarstjórn að breyta launaþróun borgarfulltrúa og hafnaði tillögum kjararáðs um launahækkanir og tengdu laun þess í stað við launavísitölu. Þá ákveður kjaranefnd Reykjavíkurborgar laun æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar en launakjör þeirra embættismanna sem heyra undir kjaranefnd eru að hámarki 1.500.000 krónur. Þá er rétt að nefna að borgarstjórn hefur samþykkt breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna launahækkana samkvæmt ákvörðun kjaranefndar. Ef umræða um ásættanlegt launabil á milli hæstu og lægstu launa á ekki heima í borgarstjórn, hvar á hún þá heima? Miðað við núverandi stöðu eru laun hinna hæst launuðu innan borgarinnar margfalt hærri en lægstu launin og rúmlega sexfaldur munur er á launum borgarstjóra og lægstu launum innan borgarinnar. Meirihlutinn vísar til almennra sátta vegna núverandi samningsfyrirkomulags í launamálum en það ríkir engin sátt um ofurlaun í samfélaginu. Sé ekki vilji til að lækka hæstu laun, má alltaf hækka þau allra lægstu sem mun að öllum líkindum leiða til fagnaðar hjá mörgum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega