fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. mars 2019 16:53

Frá laugavegi -Skjáskot af já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Gíslason var næstum dottinn niður tröppur er hann rakst utan í auglýsingaskilti á Laugaveginum, en varla er þverfótað fyrir þeim á svæðinu. Vilhjálmur, sem er blindur og notast við blindrastaf, greinir frá þessu á mbl.is:

„Það er nán­ast úti­lokað fyr­ir mig að labba Lauga­veg­inn vegna allra hindr­ana á gang­stétt­un­um. Öll þessi aug­lýs­inga­skilti frá veit­inga­stöðum og versl­un­um eru alls staðar,”

segir Vilhjálmur og nefnir að hann hafi mætt köldu viðmóti hjá Reykjavíkurborg þegar hann vildi gera athugasemdir við þessar hindranir og spyrja hvort einhverjar reglur giltu um slík skilti:

„Ég fékk ekki sam­band við neinn. Ég fékk alltaf sömu svör­in um að ég þyrfti að senda tölvu­póst þrátt fyr­ir að ég benti þeim á að ég gæti hvorki skrifað tölvu­póst sjálf­ur né lesið hann.“

Vilhjálmur hefur einnig talað við veitingahúsaeigendur um skiltin sem segjast skilja vandamálið, en geri ekkert í því.  Kallar Vilhjálmur eftir svörum og að ástandið verði bætt:

„Blind­ir og sjónskert­ir geta oft verið með læti og það er óþarfi. Ég veit það sjálf­ur þegar ég var sjá­andi að maður hugsaði ekki um það hvernig blind­ir hafa það. Þegar maður lend­ir sjálf­ur í þessu fer maður að skilja,“

segir Vilhjálmur sem segir skilning og þjónustulund skorta hjá Reykjavíkurborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“