fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Sigrún María verkefnastjóri íbúatengsla

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. mars 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún María Kristinsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra íbúatengsla. Um er að ræða nýtt starf á stjórnsýslusviði Kópavogsbæjar. Með starfinu er ætlunin að efla þátttökulýðræði hjá Kópavogsbæ og horft til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í því sambandi, en í markmiði 16.7 segir að teknar verði ákvarðanir á öllum sviðum þar sem brugðist skuli við aðstæðum og víðtæk þátttaka tryggð, samkvæmt tilkynningu frá Kópavogsbæ.

„Verkefnastjóri íbúatengsla mun þannig bera ábyrgð á stefnumörkun á sviði þátttökulýðræðis, mun skipuleggja íbúafundi, stýra verkefninu „Okkar Kópavogur“, sem snýr að þátttöku íbúa við ráðstöfun fjármagns til framkvæmda, og framkvæmd íbúakosninga.“

Sigrún María Kristinsdóttir er með BFA gráðu frá Viktoríuháskóla í Kanada í ritlist og BA gráðu í enskum bókmenntum frá sama skóla. Hún er með MA gráðu í umhverfis- og auðlindafræðum frá HÍ þar sem hún vann m.a. rannsókn um íbúalýðræði á Íslandi. Þá er hún með doktorsgráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá HÍ en áherslan í doktorsnámi beindist m.a. að sjálfbærni samfélaga.

Sigrún María hefur undanfarin ár starfað hjá verkfræðistofunni Eflu við gerð mats á umhverfisáhrifum framkvæmda og hefur m.a. í þeim verkefnum séð um framkvæmd og úrvinnslu samfélagsrannsókna. Þá hefur hún starfað sem fjölmiðla- og upplýsingafulltrúi og um nokkurra ára skeið við blaða- og fréttamennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“