fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. mars 2019 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bókinni Lífið í lit -Helgi Magnússon lítur um öxl, skráð af Jóni Bragasyni, rifjar Helgi upp sögu af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, háskólaprófessor og frjálshyggjuframmámanni. Í stuttu máli er sagan þannig að Hannes leitaði til Samtaka iðnaðarins, hvar Helgi  var formaður,  eftir styrk vegna heimildarmyndar um umhverfisvæna atvinnustarfssemi, nefnd Græna hagkerfið. Samtökin höfðu skýra stefnu um að styrkja ekki neitt nema það efldi atvinnulífið í landinu. Fékk Hannes því eina milljón. Á fundi framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins nokkru síðar, komst Helgi að því að Hannes hefði einnig fengið milljón frá Samtökum atvinnulífsins sem og LÍÚ. Þegar upp um þetta komst sagði Friðrik Arngrímsson, þáverandi framkvæmdastjóri LÍÚ:

„Andskotinn, hann kom líka við hjá okkur og náði milljón af LÍÚ með sleipri sölumennsku!“

Að lokum segir Helgi um mynd Hannesar, að engar spurnir hafi hann haft af henni.

Skemmtisaga sem ekki er sönn

Hannes segir söguna ekki sanna í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segist vissulega hafa komið á fund LÍÚ varðandi samstarfsverkefnið Um­hverf­is­vernd, eigna­rétt­indi og auðlinda­nýt­ing:

„Var er­indið, að LÍU aðstoðaði við verk­efnið. Friðrik leist vel á, en taldi þurfa at­beina annarra at­vinnu­rek­enda­sam­taka, SI (Sam­taka iðnaðar­ins) og SA (Sam­taka at­vinnu­lífs­ins). Átti ég þá fund um málið með Helga Magnús­syni, for­manni SI, og Jóni Stein­dóri Valdi­mars­syni, fram­kvæmda­stjóra SI. Tóku þeir mér hið besta, og ákvað SI að taka þátt í verk­efn­inu. SA varð einnig aðili að verk­efn­inu, en reiddi af hönd­um tals­vert minna fé, enda var þáver­andi fram­kvæmda­stjóri SA, minn góði vin­ur Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, lítt út­bær á fé. Er verk­efn­inu ræki­lega lýst í skrif­leg­um grein­ar­gerðum, sem ég sendi til þess­ara sam­starfsaðila. Átti það að fel­ast í rit­gerðum mín­um, mál­stof­um, ráðstefn­um, ekki síst alþjóðleg­um, og bók eft­ir mig um „græn­an kapí­tal­isma“. Ég tók fram, að ég myndi reyna að taka upp er­indi á ráðstefn­um og vinna úr þeim og öðru efni heim­ild­ar­mynd, en auðvitað að því gefnu, að nægt fé feng­ist til fram­leiðslu og slík mynd yrði tek­in til sýn­ing­ar í sjón­varpi. SI lagði fram fé til verk­efn­is­ins árin 2010 og 2011. Eins og seg­ir í verk­lýs­ingu rann ekk­ert af þessu fé í minn vasa, held­ur var það notað í sér­fræðiþjón­ustu, tölvu­vinnslu, ferðakostnað og annað slíkt og þætti ekki mikið.“

Samningaglópur

Þá höfðar Hannes til hégóma Helga með því að segja að ef sagan væri sönn, hefði snjallasti samningamaður Íslands látið leika á sig:

„Hef­ur hann þó ósjald­an gortað af því og það jafn­vel alls­gáður, að hann sé ein­hver snjall­asti samn­ingamaður Íslands fyrr og síðar og gæti ætíð hags­muna sinna og um­bjóðenda sinna út í ystu æsar. Nú stend­ur hann uppi að eig­in sögn sem sann­kallaður samn­ingaglóp­ur í viðskipt­um við mig, bragðaref­inn. Síðan held ég að vísu, að ég verðskuldi ekki að heita styrkjasnill­ing­ur, en við hinu vil ég fús­lega gang­ast, að ég er styrkjamaður.“

Styrkjamaður

Hannes segist styrkjamaður þar sem hann hafi lagt sig fram um að styrkja þau verðmæti sem landanum hafi dugað best í harðri lífsbaráttu sinni og minnir á að hann hafi skrifað heila bók til varnar kvótakerfinu:

„Sögn­in að styrkja er mín sögn,“ segir Hannes og nefnir að sökum baráttu sinnar fyrir atvinnufrelsi hafi hann gert mörgum kleift að efnast án þess að gróði manna eins og Helga, yrði annarra tap:

„Best kom í ljós í því efna­hags­lega fár­viðri, sem geisaði um all­an heim árin 2007-2009 og kom illa niður á Íslend­ing­um, hversu traust­ar und­ir­stöður höfðu verið lagðar með um­bót­um í frjáls­ræðisátt 1991-2004, sem ég átti von­andi ein­hvern þátt í að móta. Við vor­um þeirra vegna fljót að rétta okk­ur við.“

Í lokin leggur Hannes síðan fram heimildir sem hann segir tengt verkefninu sem hann hlaut styrki fyrir og eru þær alls 17 talsins. Því miður hafi þó ekki fengist nægt fjármagn til gerðar heimildarmyndarinnar, en samtökin öll mættu þó vel við una við árangurinn.

Hafa skal það sem sannara reynist

Þá hnýtir hann einnig í söguritarann Björn Jón:

„Hefði skrá­setj­ari Helga, Björn Jón Braga­son, að ósekju mátt bera sög­una góðu und­ir mig, en auðvitað hefði þá komið í ljós, að hún var ósönn. Ef menn vilja vera sagna­menn frek­ar en sagna­rit­ar­ar, þá hafa þeir vita­skuld það, sem best hljóm­ar, ekki hitt, sem sann­ara reyn­ist.“

Tilefnislaus brigsl og kranablaðamennska

Hannes hafði áður tjáð sig um söguna á Facebook, sem hann kallaði „tilefnislaus brigsl“ og Eyjan fjallaði um. Skammar hann blaðamann Vísis, Jakob Bjarnar, sem notaði orðið „styrkjasnillingur“ til að lýsa Hannesi:

„Mér er hulin ráðgáta, hvers vegna höfundur bókarinnar, Björn Jón Bragason, og blaðamaðurinn, sem hér hamrar á tölvu, Jakob Bjarnar Gretarsson, leituðu ekki til mín, áður en þeir birtu tilefnislaus brigsl Helga Magnússonar. Ég hef margt annað við minn tíma að gera en hlaupa á eftir þvættingi, en ætla samt að svara þessu. Jakob Bjarnar stundar kranablaðamennsku: tekur hrátt upp fullyrðingar í stað þess að sannreyna þær.“

Blaðamaður Vísis, Jakob Bjarnar, svaraaði þessum ávirðingum og benti Hannesi á að hingað til hafi það ekki verið kallað kranablaðamennska að segja frá því sem stendur í bók:

Ég er ekki að fullyrða eitt né neitt sem blaðamaður né taka nokkra afstöðu. Ég er einfaldlega að segja lesendum Vísis af því hvað stendur í téðri bók. Punktur. Það hefur ekki hingað til verið flokkað sem kranablaðamennska. Og reyndar held ég að þú vitir ekki hvað kranablaðamennska er, eins og Jónas skilgreindi hana. Og jafnvel spurning hvort það hugtak sé ekki dautt með netinu.

Ekki fékk þetta Hannes til að skipta um skoðun á vinnubrögðunum og hann svarar:

Þetta svar þitt er fáránlegt, Jakob Bjarnar Gretarsson. Þú endurtekur í fréttinni athugasemdalaust og raunar heldur glaðhlakkalega brigsl þeirra Helga Magnússonar og Björns Jóns Bragasonar. Þú skrúfar frá krana þeirra. Þú stundar þannig kranablaðamennsku. Hvers vegna gastu ekki einu sinni sent mér skeyti á Facebook og spurt mig, hvort eitthvað væri hæft í þessu? Þessi frásögn er fullkominn hugarburður mannsins. Málið er allt öðru vísu vaxið, eins og ég mun gera nánari grein fyrir, þar sem og þegar mér hentar.

Jakob segir þá: „Þú ert fyrstur til að flokka frásögn af því sem fram kemur í bók sem kranablaðamennsku.“

Súr yfir sannri sögu

Ritstjóri Kjarnans, Þórður Snær Júlíusson, tekur hart á Hannesi og skýringum hans í dag. Þórður segir:

„Maður sem ítrekað hefur orðið uppvís að því að ljúga upp á aðra, og braut gegn siðareglum HÍ með athæfi sínu, er súr yfir því að sögð sé saga um að hann hafi fengið styrki sem hann sannarlega fékk, vegna þess að þeir fóru í annað en sagan sagði að þeir ættu að fara í. Einmitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“