fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Fordæma pizzumútur skólastjórnenda

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. mars 2019 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ungir Píratar fordæma mútur skólastjórnenda sem reyna að halda börnum og ungmennum frá því að berjast fyrir aðgerðum í loftslagsmálum með því að gefa þeim pizzur. Ungir Píratar hafa því ákveðið að sýna stuðning sinn við baráttuna í verki með því að bjóða upp á pizzu á Austurvelli í loftslagsverkfallinu sem hefst klukkan 12 á morgun, föstudag. Engin ungmenni þurfa því að velja á milli pizzu eða ekki-pizzu í hádegismat og geta þess í stað einbeitt sér að stóra málinu – hlýnun jarðar.“
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungum Pírötum.
Landssamtök íslenskra stúdenta, sem hafa staðið fyrir loftslagsverkfalli undanfarna föstudaga á Austurvelli ásamt SÍF, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, og Ungum umhverfissinnum sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá þessum „mútum“ frá stjórnendum einstaka skóla ásamt hótunum um að þeir nemendur sem taki baráttu fyrir framtíð sinni fram yfir skólann fái skróp í kladdann.
„Ungir Píratar lýsa yfir stuðningi við loftslagsverkfallið og taka undir þá kröfu skipuleggjenda að að Ísland taki af skarið, hlusti á vísindamenn, lýsi yfir neyðarástandi og láti hið minnsta 2,5% af þjóðarframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða í stað þeirra 0,05% sem gert er fyrir í gildandi áætlun.
Verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar hefur vakið mikla athygli um allan heim og var hún í vikunni tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir baráttu sína fyrir umhverfinu. Hún hefur verið innblástur mótmæla ungmenna um allan heim og hefur verið góð þátttaka í loftslagsverkfallinu hér á landi.
Loftslagsbreytingar eru mesta váin sem mannkyn stendur frammi fyrir og það er skylda okkar allra að taka stöðuna alvarlega. Það eru mannréttindi að taka þátt í mótmælum gegn því að Jörðin sé lögð í rúst af manna völdum. Börnin eru framtíðin og Jörðin er þeirra þegar þeir sem eldri eru hverfa frá. Barátta gegn loftslagsbreytingum stendur því börnum og ungmennum sérlega nærri.
Í grunngildum Pírata er lögð áhersla á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Þá er takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Með vísan í þessi gildi teljum við það skyldu okkar að styðja við þau ungmenni sem vilja hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“