fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 21. mars 2019 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun greindi frá því í dag að sýklalyfjaónæmar bakteríur hefðu greinst í íslensku búfé og að horfa þyrfti til fleiri þátta en innflutnings á kjöti til að sporna við frekari útbreiðslu.

Hafa bændur varað við innflutningi á ófrystu kjöti hingað til lands líkt og frumvarp Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins gerir ráð fyrir, meðal annars vegna þess að neysla slíks kjöts sé hættuleg vegna þess magns sýklalyfja sem dælt sé í kjötið, sem valdi sýklalyfjaónæmi í mönnum.

Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri landssamtaka sauðfjárbænda, segir við Fréttablaðið að þetta hafi komið honum í opna skjöldu:

„Jú, það verður að segjast. Þetta er eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir. Þetta sýnir okkur bara að þetta er nær okkur en við héldum. En við þurfum að sjá gögnin og átta okkur á tíðni og þess háttar.“

Uppruni óþekktur

Ekki hefur áður verið skimað eftir sýklalyfjaónæmum bakteríum í lömbum samkvæmt MAST, en á dagskránni er að taka fyrir hross og grænmeti einnig. Skýringar á sýkingum lambanna eru enn nokkuð á huldu, en samkvæmt Sigurborgu Daðadóttur, yfirdýralækni hjá MAST, eru sýklalyfjaónæmar bakteríur allt í kringum okkur og smitleiðirnar því margar. Lömbin hefðu getað sýkst frá umhverfinu, frá manninum, öðrum dýrum eða fóðrinu. Eða hafi einfaldlega myndað bakteríurnar sjálf.

Ekkert gamanmál

Árlega deyja um 700 þúsund manns vegna smita lyfjaónæmra baktería og 60% sjúkdóma í mönnum eiga uppruna sinn að rekja til dýra, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO).

Þá deyja um 33 þúsund manns á ESB og EES svæðinu vegna sýklalyfjaónæmis árlega og er sú tala sögð fara hækkandi. Talið er að eftir 30 ár, með sama áframhaldi, muni sýklalyfjaónæmar bakteríur drepa um 10 milljónir manna árlega, sem er meira en krabbamein gerir í dag.

Sjá nánar: Innflutningur á ófrystu hráu kjöti:Hætta eða hræðsluáróður ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“