fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. mars 2019 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt sem birtist á Mbl.is í morgun hljómar eins og leiður misskilngur. Flóttakonu frá Sýrlandi er vísað úr landi af Útlendingastofnun í síðustu viku. Hún hefur dvalið hér í tæpt ár og unnið á Vinagarði sem er leikskóli, rekinn af KFUM og K. Hún var komin með bráðabirgðaatvinnuleyfi. Hefur gefið sér gott orð í leikskólanum, líkt og kemur fram í fréttinni. Aðstoðarleikskólastjórinn,  María Sighvatsdóttir, segir að allir hafi grætt á vinnu hennar og hennar sé sárt saknað.

Það er heldur ekki eins og vel gangi að manna störf á leikskólum.

Margrét Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur  sem konan hefur búið hjá, segir að hún sé sérlega djörf, gjafmild og vinnusöm, yndisleg á allan hátt, eins og hún orðar það:

„Hún er dug­mik­ill leiðtogi sem tekst að hrífa fólk með sér til góðra verka, er ósér­hlíf­in bar­áttu­kona og okk­ur öll­um mik­il fyr­ir­mynd. Hún kunni vel við sig hér, var í vinnu og greiddi sína skatta til sam­fé­lags­ins. Hverja krónu sem hún vann sér inn sendi hún til fjöl­skyldu sinn­ar í Sýr­landi. Öllum, sem hittu hana, fór að þykja vænt um hana. Það var henni mjög erfitt og mikið áfall að vera vísað úr landi. Mik­il sorg.“

Það vill svo til að við Margrét erum systkinabörn. Ég veit að hún fer ekki með fleipur.

Í staðinn er konunni sem kölluð er Sophie – það er vegna viðkvæmrar stöðu hennar sem helgast meðal annars af því að hún hefur tekið kristna trú – vísað út á guð og gaddinn. Hún er send til Grikklands þangað sem hún kom eftir flóttann frá Sýrlandi. Útlendingastofnun tekur hina skriffinnskulegu afstöðu – lausa við mannúð – lætur eins og Grikkland sé öruggur staður fyrir flóttafólk.

Ég þekki vel til í Grikklandi – fáum stöðum ann ég heitar. En Grikkland er erfiður og óvæginn staður fyrir flóttafólk. Það helgast af því að Grikkir hafa þurft að taka við gríðarlegum straumi flóttamanna vegna ófriðarástandsins í Miðausturlöndum. Evrópusambandið hefur svikist um að veita þeim almennilegt liðsinni, þannig að þeir hafa setið uppi með vanda sem þeir ráða illa við.

Þetta gerist í miðri kreppu í Grikklandi sem er svo hörmuleg að henni hefur verið líkt við kreppuna miklu sem hófst 1929. Stórlega laskað samfélag á erfitt með að taka við flóttafólki og veita því nauðsynlega vernd og aðbúnað.

Í raun sýnist manni ekkert annað vera í stöðunni en að kalla á Sophiu aftur hingað til Íslands. Því miður er það svo að allir tapa á ákvörðun Útlendingastofnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun