fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar landakort eru annarsvegar er gjarnan stuðst við Mercator gerðina sem fundin var upp af flæmska kortagerðamanninum Gerhard Mercator árið 1569. Hún kom sér vel í siglingarfræðunum þar sem hægt var að teikna beinar stefnulínur á kortið. Þessi kortagerð var jafnframt kennd í skólum á Íslandi og víðast hvar annarsstaðar.

Þessi kortagerð hefur hinsvegar þann galla að sýna lönd í rangri hlutfallslegri stærð og því virðist stundum sem Norður-Ameríka sé stærri en Afríka, Alaska stærri en Mexíkó og Kína minna en Grænland, þó þannig sé því alls ekki farið í raunveruleikanum.

Peters kortagerðin sýnir hinsvegar rétta hlutfallsstærð, en einnig einhverja bjögun, vegna þess að jörðin er víst ekki flöt, að því er vísindamenn telja.

Hér má sjá muninn á kortunum. Mercatorkortið er til vinstri og Peterskortið til hægri. Kortið til hægri er réttara, hvað stærðarhlutföll landanna varðar.

Hér er tengill á skemmtilega síðu sem sýnir löndin í réttum hlutföllum og hægt er að bera ýmis lönd saman með því að draga þau til á kortinu, en neðst í fréttinni er mynd af Íslandi samanborið við Bandaríkin, en Ísland kæmist fyrir innan Wyoming-fylkis.

Minnst var á þessa bjögun í sígildum þætti af The West Wing, þar sem lögun landa var sögð stuðla að kynþáttahyggju gagnvart þriðja heims ríkjum og farið á leit við forseta Bandaríkjanna að breyta lögum á þann veg að kortagerð Dr. Arno Peters frá 1974 yrði kennd í skólum, en ekki Mercator kortagerðin.

Íslendingar gætu sumir hverjir hafa orðið fyrir áhrifum af Mercator kortagerðinni, enda eigum við ófá metin þegar miðað er við hina margfrægu höfðatölu og erum gjarnan ansi stórhuga, jafnvel umfram tilefni.

Hér er því mynd af 43 stærstu eyjum heims, sem sýnir Ísland í 18. sæti. Einhverjir gætu haldið að Ísland væri stærra.

 

Ísland er ekki stórt í samanburði við Bandaríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“