fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Guðbrandur hættur sem formaður vegna ágreinings við VR

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 09:10

Ragnar Þór formaður VR og Guðbrandur meðan allt lék í lyndi. Mynd-VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbrandur Einarsson, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, hefur sagt af sér embættinu eftir sex ára formennsku. Í tilkynningu segir að þetta sé gert þar sem hann eigi ekki samleið með VR við gerð kjarasamnings:

„Þær breytingar hafa hins vegar orðið að það stéttarfélag sem ég hef verið í forsvari fyrir undanfarin 21 ár, sameinast VR þann 1. apríl og við það færist samningsumboð þess félags yfir til VR í kjölfarið. Þá er sú staða uppi að LÍV og VR hafa ekki átt samleið við gerð kjarasamnings, þrátt fyrir að hafa lagt fram sameiginlega kröfugerð. Verulegur meiningarmunur er á milli mín og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð og þar sem ég hef ákveðið að þiggja ekki starf hjá VR, þrátt fyrir boð þar um, tel ég eðlilegt að ég stigi úr stóli formanns Landssambands íslenskra verslunarmanna á þessum tímapunkti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“