fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Alls 47 skráð kynferðisbrot í febrúarmánuði

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. mars 2019 11:49

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir febrúarmánuð 2019 hefur verið birt. Skráð voru 536 hegningarlagabrot í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar sl. Hegningarlagabrotum fækkaði töluvert miðað við meðalfjölda síðastliðna sex og 12 mánuði á undan.

Alls barst 21 tilkynning um kynferðisbrot sem átti sér stað í febrúar, en skráð voru 47 kynferðisbrot í febrúarmánuði. Það sem af er ári hafa verið skráð um 95% fleiri kynferðisbrot en skráð voru að meðaltali á sama tímabili síðustu þriggja ára á undan.

Hinsvegar hefur tilkynningum um kynferðisbrot fækkað um 26% það sem af er ári, miðað við sama tímabil

Heilt yfir fækkaði tilkynningum í þeim brotaflokkum sem teknir eru fyrir í þessari skýrslu miðað við fjölda síðustu 12 mánuði á undan. Til að mynda fækkaði tilkynningum um þjófnaði, nytjastuld ökutækja, eignaspjöll og ölvun við akstur milli mánaða. Tilkynningum um innbrot fækkaði einnig á allar tegundir vettvanga nema í ökutæki. Tilkynntum ofbeldisbrotum fækkaði í febrúar miðað við síðustu mánuði á undan og hafa skráð ofbeldisbrot ekki verið færri síðan í júní 2017. Ofbeldi gagnvart lögreglumönnum fjölgaði milli mánaða en átta tilvik voru skráð í febrúar samanber einu tilviki í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn