fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Lilja Alfreðsdóttir: „Ég hvet skólafólk til þess að taka virkan þátt í þessari könnun“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. mars 2019 20:00

Mynd: Mennta- og menningarmálaráðuneytið/ Haraldur Jónasson / Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafin er vinna við endurskoðun á aðalnámskrá grunnskóla á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Nú í mars var send út könnun á alla grunnskóla landsins þar sem spurt er um innleiðingu núverandi aðalnámskrár og hvernig hún nýtist í hverjum skóla fyrir sig. Spurt er bæði um almennan hluta námskrárinnar sem gefin var út 2011 og um greinahluta og námsmat sem út komu árið 2013. Samhliða könnuninni verða sóttir heim átta skólar víðsvegar um landið þar sem ítarleg viðtöl verða tekin við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra til að fá enn gleggri mynd af stöðunni.

„Ég hvet skólafólk til þess að taka virkan þátt í þessari könnun og miðla af reynslu sinni. Það er dýrmætt fyrir okkur að fá greinargóðar upplýsingar um hversu vel námsskráin nýtist í daglegu starfi, viðhorf skólasamfélagsins til þeirra áherslna sem þar er að finna og hvernig til tókst með innleiðingarferlið. Niðurstöðurnar munu síðan nýtast okkur vel við að forgangsraða þeirri vinnu sem framundan er við endurskoðun aðalnámsskrár,“

segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur sett fram áætlun um reglulega endurskoðun greinasvið aðalnámskrár grunnskóla. Í stað þess að endurskoða öll greinasvið samtímis er fyrirhugað að árlega verði eitt til tvö greinasvið skoðuð sérstaklega. Gert er ráð fyrir að Menntamálastofnun vinni að undirbúningi þessa og hefur stofnuninni þegar verið falið að undirbúa endurskoðun á þeim þætti aðalnámsskrár sem tengist íslensku sem öðru tungumáli.

Spurningakönnunin sem nú hefur verið send öllum grunnskólastjórum er rafræn. Könnunin er hluti af lögboðnu eftirliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins skv. 4. og 38 gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og reglugerð nr. 893/2009 um mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“