fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Björn Leví: „Hvenær eiga ráðherrar að segja af sér?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. mars 2019 09:02

Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, veltir því fyrir sér í grein í Morgunblaðinu í dag hvenær ráðherrar eigi að segja af sér embætti, í kjölfar afsagnar Sigríðar Andersen úr embætti dómsmálaráðherra. Hann rekur hin sígildu dæmi um norska ráðherrann sem lét ekki vita af ferðalagi til Írans, lygalaupsráðherra í Bretlandi, sænska ráðherrann sem sagði af sér vegna Toblerone súkkulaði- og bleyjukaupa með ráðuneytiskortinu.

Þá tekur Björn fram að sum lögbrot ráðherra kalli á afsögn, en sum ekki og það sé vandamálið í hnotskurn og spyr:

„En hvenær er þá lög­brot af­sagn­ar­vert og hvenær er það ekki?“

Björn segir þetta velta á því hvort brotið sé framið af yfirlögðu ráði og alvarleika þess:

„Ráðherra sem er dæmd­ur fyr­ir lög­brot þrátt fyr­ir að hafa farið eft­ir öll­um regl­um ætti al­mennt séð ekki að þurfa að segja af sér. Það er dóm­stóla að kveða dóm um það hvernig lög­in eru túlkuð og stund­um fær ráðherra ein­fald­lega bara ranga ráðgjöf hvað það varðar. Þó ráðherra sé auðvitað ábyrg­ur fyr­ir slík­um ákvörðunum þá eru þær ekki strangt til tekið af­sagn­ar­verðar í því til­viki.

Hitt atriðið, hversu al­var­legt brotið er og jafn­vel þó það sé ekki brot, er mik­il­væg­ara. Það er al­var­legt þegar ráðherra lýg­ur að þingi og þjóð. Þegar ráðherra leyn­ir upp­lýs­ing­um eða þegar farið er gegn af­ger­andi laga­leg­um ráðlegg­ing­um sér­fræðinga. Aug­ljós­lega ætti þetta allt að vera af­sagn­ar­vert hvort sem um lög­brot er að ræða eða ekki. Traust hef­ur líka áhrif á það hversu al­var­legt málið er. Ef seta ráðherra gref­ur und­an trausti þá er einnig aug­ljóst að sá ráðherra á að víkja. En hvernig met­um við það? Í nú­ver­andi flokka­kerfi þá snýst traust að mestu leyti um traust inn­an flokka. Mun minna svo á milli flokka nema um rík­is­stjórn­ar­sam­starf sé að ræða. Þannig að þó ekk­ert traust sé á ráðherra utan flokks eða rík­is­stjórn­ar­sam­starf þá sit­ur ráðherra bara áfram.“

Þá setur Björn fram hina óumflýjanlegu gagnrýni á Sigríði Andersen:

„Ný­lega sagði dóms­málaráðherra loks­ins af sér, næst­um tveim­ur árum eft­ir að hafa tekið ákvörðun þvert ofan í sér­fræðiálit, þvert ofan í viðvar­an­ir úr þing­inu. Ákvörðun sem dóm­stól­ar hafa ít­rekað sagt vera ranga. Tutt­ugu og ein­um mánuði síðar stíg­ur ráðherra frá með þeim skila­boðum að hún hafi samt ekk­ert rangt gert. Er von að maður spyrji hvenær ráðherr­ar eigi að segja af sér?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“