fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Björn Bjarnason ber af sér sakir og gagnrýnir Steingrím: „Aumari geta viðbrögðin varla orðið“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. mars 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, var gagnrýndur í gær fyrir að líkja hælisleitendum sem við bakteríur og gefa þau skilaboð að þeir væru skítugir og hættulegir. Var Björn kallaður ýmsum illum nöfnum og skrif hans sögð „viðbjóðsleg“.

Tengist umræðan mótmælum No borders hópsins á Austurvelli, sem berjast fyrir bættum aðbúnaði og réttindum hælisleitenda. Hefur hópurinn meðal annars verið gagnrýndur fyrir umgengni sína við Austurvöll, sem er sagður líta út eins og eftir slæma útihátíð.

Sjá nánar: Skrif Björns um hælisleitendur sögð „viðbjóðsleg“ – „Skilaboðin eru að flóttafólk sé skítugt og hættulegt“

Reist á lygum

Björn ber ásakanir í sinn garð til baka í dag og segir málflutning þeirra sem beittu sér fyrir mótmælunum á Austurvelli rangan og dæmdan til að mistakast:

„Það er í samræmi við annað í málflutningi þeirra sem beittu sér fyrir mótmælunum á Austurvelli að hvorki er sagt rétt frá hvers vegna þeim var vísað á brott né því sem sagði hér á þessari síðu í gær. Allar tilraunir til að kenna það við rasisma, útlendingaandúð eða íslamófóbíu eru dæmdar til að mistakast, enda reistar á lygi.“

Aum viðbrögð Steingríms

Björn segir að það sé stolt og skylda þingmanna að standa vörð um minningu Jóns Sigurðssonar. Halda má fram að Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hafi sinnt þeirri skyldu sinni á sunnudag, líkt og Eyjan greindi frá í gær, en honum blöskraði sérstaklega að hengt hafi verið mótmælaspjald um hálsakot hans. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði lítið úr málinu í gærkvöldi, sagði að ýmislegt hefði styttan mátt þola í gegnum tíðina og enginn ami væri að mótmælunum.

Björn virðist hinsvegar ekki telja að núverandi forseti Alþingis sé að sinna þessari skyldu gagnvart landsföðurnum, því hann vitnar í Steingrím J. Sigfússon, sem sagði við Morgunblaðið í dag að fólk hafi fullan rétt til að mótmæla, en mikilvægt sé að þau fari friðsamlega fram og valdi sem minnstum núningi. Sagði Steingrímur að borgin bæri ábyrgðina:

„Þetta snýr fyrst og fremst að borginni og í einhverjum tilfellum lögreglunni fremur en Alþingi. Við erum ekki aðilar að því að veita leyfi fyrir fundum eða öðru slíku. En sem stjórnmálamenn þá hlustum við auðvitað á svona lagað og það er þá í okkar höndum að bregðast við.“

Um viðbrögð Steingríms segir Björn síðan að lokum:

„Aumari geta viðbrögðin varla orðið hjá þeim sem gæta ber reisnar alþingis og minningar Jóns Sigurðssonar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“