fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Vigdís ósátt með viðhaldið og borgarstjóra: „Það gerist ekki mikið ljótara“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. mars 2019 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir slælega frammistöðu í viðhaldi á byggingum og skólum borgarinnar eftir að upp komst um myglu, en grunur leikur á að mygla sé í minnst fjórum skólum borgarinnar. Dregur Vigdís borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, til ábyrgðar, ekki síst fyrir viðbrögðin eftir að málið komst upp:

„Borgarstjóri svarar aldrei fyrir það sem aflaga fer í borginni. Hann ber ábyrgð á forgangsröðum fjármuna og á ekki að raða útsvarinu okkar í gæluverkefni á meðan lögbundin – og grunnþjónusta situr á hakanum. Nú hefur viðvarandi viðhaldsleysi á byggingum Reykjavíkur sprungið í andlitið á honum. Og hvað gerir Dagur – hann sendir embættismenn fram á sviðið til að svara fyrir skandalinn – og kemst upp með að nota starfsmenn borgarinnar sem mannlegan skjöld fyrir sig. Það gerist ekki mikið ljótara“

Skjótt skipast veður í lofti

Í bókun meirihlutans á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag var viðhald Reykjavíkurborgar talið með ágætum. Í gærkvöldi var þó komið annað hljóð í strokkinn:

„Viðhald með skólabyggingum hefur verið með ágætum undanfarin ár. Viðhald fasteigna borgarinnar hefur kostað um þrjá milljarða á ári undanfarin þrjú ár og hefur meirihluti þeirra runnið til viðhalds leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.“

Í gærkvöldi var hinsvegar haft eftir Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar, að nauðsynlegt fjármagn hafi lengi vantað til að sinna viðhaldinu:

„Það vantaði fjármagn til að fara í nauðsynlegt viðhald. Það var sparað, það var verið að halda úti starfi með börnunum, ekki skera niður starfsmannahaldið, þetta var fyrstu árin eftir hrun en núna er komið mun meira fjármagn til að fara í viðhald þannig eins og ég segi við komumst þangað.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“