fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Skrif Björns um hælisleitendur sögð „viðbjóðsleg“ – „Skilaboðin eru að flóttafólk sé skítugt og hættulegt“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. mars 2019 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótmæli No borders hópsins um helgina virðist hafa reitt marga til reiði, ekki síst þeirra sem hallast til hægri í stjórnmálum. Eyjan hefur greint frá framgöngu Halldórs Blöndal um helgina, sem blöskraði að styttan af Jóni Sigurðssyni væri skreytt áróðursskilti og minning hans þannig svert.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, er sagður ganga nokkrum skrefum lengra, því þeir sem standa að Jæja-samtökunum, saka Björn um að líkja flóttamönnum og hælisleitendum við bakteríur, í pistli Björns á heimasíðu sinni. Er Björn kallaður „fasisti“ og öfga-hægrimaður“:

„Öfga-hægrimennirnir og fasistarnir í Sjálfstæðisflokknum afhjúpa sig þessa dagana. Björn Bjarnason skrifar pistil þar sem hann varar við bakteríum og flóttamönnum í sömu andránni. Skilaboðin eru að flóttafólk sé skítugt og hættulegt. Þetta eru ekkert annað en viðbjóðsleg skrif frá fyrrum dómsmálaráðherra sem við eigum að fordæma harðlega.“

Efast um hreinlæti hælisleitenda

Björn ritar í dag pistil sem hefst á upprifjun ummæla héraðsdýralæknis, sem sagði útbreiðslu sýklalyfjaónæmis eina helstu heilbrigðisógn mannkyns í dag og setti í samhengi við innflutning á hráu kjöti. Þá tekur Björn fram að í viðtalinu segi að með auknum ferðamannastraumi aukist hættan á smiti og að ónæmar bakteríur berist hingað til lands, því sé nauðsynlegt að huga að sjúkdómavörnum og gæta fyllsta hreinlætis.

Fyrir neðan þessi skrif birtast síðan myndir af Austurvelli, af mótmælum No borders samtakanna. Um myndirnar segir Björn:

„Þær vekja spurningar um hvort gætt hafi verið allra nauðsynlegra hreinlætis- og öryggiskrafna með aðkomu réttra stjórnvalda þegar borgarstjóri leyfði að Austurvelli yrði breytt í tjaldstæði og styttunni af Jóni Sigurðssyni breytt í snaga fyrir mótmælaspjöld. Ákvörðun borgarstjóra og að forsætisnefnd alþingis láti sér þetta lynda ýtir enn undir hnignandi virðingu borgarstjórnar og þingsins. Áður fyrr þótti máli skipta að almenningur kæmi saman á Austurvelli til að láta í ljós vilja sinn til fagnaðar eða andmæla. Nú hefur allt yfirbragð þarna breyst á þann veg að engin leið er að átta sig á hvort eitthvað skipti máli sem tengist aðgerðum á Austurvelli eða ekki, risið hefur lækkað jafn og þétt. Myndirnar segja meira en mörg orð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“