fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Ögmundur um Bjarna Ben: „Ekki nóg að lækka bankastjóra úr ofurlaunum niður í ofurlaun“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. mars 2019 18:00

Ögmundur Jónasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG, segir enn langt í land í kjaraviðræðum. Telur hann að ríkið þurfi að hafa frekari aðkomu að viðræðunum og gagnrýnir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, fyrir skort á aðgerðum og vill að hann geri meira en að lækka laun bankastjóra:

„Himinn og haf virðist enn vera á milli talsmanna láglauna- og millitekjuhópa annars vegar og hálauna-stéttanna hins vegar í kjaraviðræðum. Þarna þarf að brúa bil og allir að leggjast á árarnar. Líka Bjarni Benediktsson, fjármálaráherra. Það er ekki nóg að lækka bankastjóra úr ofurlaunum niður í ofurlaun og koma síðan með tillögur um skattabreytingar sem fela í sér sömu ívilnun til þessara sömu bankastjóra í krónum talið og láglaunafólks. Það gengur ekki!“

Meira svigrúm til staðar

Ögmundur vísar í graf á Eyjubloggi Stefáns Ólafssonar prófessors, hvar Stefán spyr hvort stjórnvöld ætli að svíkja loforð sitt um skattalækkanir. Þar segir Stefán að Bjarni hafi „slegið ryki“ í augu fólks er hann kynnti tillögur sínar um hvernig standa ætti að því að auka ráðstöfunartekjur lágtekjuhópa, en þar var kynnt lækkun upp á tæpar 7000 krónur á mánuði fyrir launalægsta hópinn. Bendir Stefán á að hækkunin nái upp „allan stigann“ og að svigrúmið sé töluvert meira en Bjarni hafi talað um:

„Ef stjórnvöld standa við loforðin sem þau gáfu og láta skattalækkunina einungis koma til þeirra sem eru með tekjur að 900 þúsund krónum á mánuði þá geta þau fært lágtekju- og millitekjufólki mun meiri kjarabót en þau hafa nú boðið.

Þetta gætu þau einnig gert án þess að hækka tekjuskattinn hjá þeim sem eru fyrir ofan 900 þúsund króna tekjumarkið.

Hitt er auðvitað annað mál, að stjórnvöld gætu gert enn betur við lægri og milli tekjuhópana ef þau hækka skattinn á hæstu tekjurnar hóflega.

Ef þau ganga enn lengra og hækka fjármagnstekjuskattinn nær því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum og ráðast í þær umbætur sem við Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri leggjum til í skýrslunni Sanngjörn dreifing skattbyrðar, þá geta þau almennt gert mun betur við allan þorra launafólks og lífeyrisþega – og lagað innviðina að auki.

Eins og staðan er í dag þá stefnir hins vegar í að stjórnvöld muni svíkja þau loforð sem þau gáfu aðilum vinnumarkaðarins, um að láta lágtekju- og lægra millitekjufólk fyrst og fremst njóta breytinga á tekjuskattskerfinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“