fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Jón Sigurðsson þolir vel að pappaspjald sé hengt á hann – mótmælendum orðið kalt og þeir hætta

Egill Helgason
Mánudaginn 18. mars 2019 23:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ótrúleg þvæla að sé einhver vanvirðing við Jón Sigurðsson eða íslenska þjóð að hengja lítið pappaspjald á styttuna af sómanum og skildinum. Styttan af Jóni hefur gengið í gegnum ýmislegt, enda ekki von á öðru þar sem hún stendur á miðjum Austurvelli og mænir á Alþingi Íslendinga.

Pappaspjaldið fer fljótt, það verður tekið niður eða lekur burt í rigningunni. Og eins og einhvers staðar er bent á, Jón hefur líka verið settur í bleikt og klæddur áli – það var við önnur mótmæli. Þorsteinn Víglundsson nefnir þetta í ágætum pistli á Facebook.

Lögreglan hljóp á sig um daginn þegar hún gerði óþarflega harða atlögu að mótmælum á Austurvelli. Staðreyndin er auðvitað sú að þetta hleypti kappi í kinn mótmælendanna, þeir fengu athygli og náðu að komast bæði í fréttirnar og í athugasemdakerfi samskiptamiðlanna. Margt hefur maður lesið ógeðfellt þar um hælisleitendur síðustu dagana – aðgerðirnar hafa líka á sinn hátt reynst afhjúpandi og það sem blasti við var hálfgerð forarvilpa.

Nú er þessum mótmælum að ljúka. Þeim sem mótmæla er orðið kalt. Þeir geta ekki verið þarna upp á hvern dag. Úthaldið er búið og athyglin er að minnka aftur.

Þannig fer þetta alltaf. Við höfum horft upp á alls konar mótmæli á Austurvelli í tímans rás. Það er sjálfsagt fyrir framan þinghús. Utan við breska þingið í Westminster er alltaf fólk að mótmæla einhverju, sumir endast mjög lengi, aðrir skemur. Eins er það á Austurvelli, allir mega mótmæla þar. Eftir hrun var þar fólk sem hélt út heilu misserin. Stundum lamdi það tunnur. En það er farið líka.

Almennt er best að láta svona aðgerðir sem mest í friði. Ekki varð heldur vart við það að þessu sinni að þeir sem mótmæltu væru á nokkurn hátt að efna til ófriðar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti