fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Eyjan

Er Bjarni búinn að finna næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. mars 2019 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, veltir upp þeirri spurningu hvort Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé búinn að finna næsta formann flokksins.

Þetta gerir Össur á Facebook-síðu sinni þar sem hann skrifar um liðna viku í íslenskum stjórnmálum, sem var sú viðburðaríkasta á árinu til þessa. Sigríður Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins í Landsréttarmálinu svokallaða og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir við embættinu.

Þórdís Kolbrún. Mynd: DV/Hanna

„Í stöðunni fannst mér vel til fundið hjá Bjarna að fela Þórdísi Kolbrúnu dómsmálin. Dómskerfið var komið í algjört uppnám, með landsrétt óvirkan, og mikið verk að greiða úr þeirri flækju. Í þann mokstur þarf einhvern með meira en nasasjón af ráðuneytinu, þekkingu á lögfræði en fyrst og fremst “safe pair of hands.” Allt þetta hefur hinn ungi ráðherra til að bera.“

Össur segir svo að ekki sé ólíklegt að Bjarni sé „að þyngja í henni pundið“ og sé kominn með auga á arftöku.

„Kannski er þetta fyrsta vísbendingin um að formaðurinn sé að íhuga lendingu. Bjarni gæfi líklega vinstri höndina fyrir að tryggja að einhver annar en núverandi utanríkisráðherra verði eftirmaður hans. Ég er ekki viss um að hann ráði því. Það myndi þó líklega litlu breyta um líkurnar á að Þórdís Kolbrún verði í fyllingu tímans formaður flokksins. Hún er ung að árum, vel heppnuð sem ráðherra, og á líklega – og vonandi – eftir að vaxa mikið sem stjórnmálamaður. Svo fremi hún vilji það sjálf er eiginlega klappað í stein að hún verði annar af næstu tveimur formönnum Sjálfstæðisflokksins. – Og enginn þekkir iðrin í þeirri skepnu betur en ég!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Ríki í ríkinu