fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Eðlisfræðingar leiðrétta Vigdísi og segja „fáfræði“ verri en geislun

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. mars 2019 14:58

Vigdís Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá áhyggjum Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins í morgun, af geislun fjarskiptabúnaðar í 50 metra háu mastri sem settur var upp á Úlfarsfelli, en íbúasamtök á svæðinu hafa mótmælt framkvæmdunum harðlega og meðal annars borið upp áhyggjur sínar vegna geislunar.

Nú hefur Eðlisfræðifélagið séð sig knúið til að koma að leiðréttingu á framfæri á Facebooksíðu sinni:

„Reglulega skjóta áhyggjur eins og þessar sem borgarfulltrúi Miðflokksins varpar hér fram um varasöm áhrif útvarpsgeislunar. Vissulega kæra sumir sig minna um lögmál náttúrunnar en lögmál pólitíkurinnar en fyrir hina sem áhuga hafa er hér stutt leiðrétting.“

Eftir ítarlega útskýringu á geislun, fær Vigdís og þeir sem telja bóluefni leiða til einhverfu, á baukinn frá eðlisfræðingunum:

„Rétt eins og með bóluefni hafa þó sprottið um réttmætar vangaveltur um mögulega skaðsemi útvarpsgeisla. Rétt eins og með bóluefni hafa því verið gerðar ítarlegar rannsóknir á mögulegum venslum örbylgju- og útvarpsgeislunar við heilsubresti fólks. Rétt eins og með bóluefni eru niðurstöðurnar á þann veg að engin markverð vensl hafa fundist þrátt fyrir ítarlega leit. Við þurfum því ekki að óttast útvarps- eða örbylgjur. Fáfræðin er hins vegar öllu verri.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“