fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Alveg nýr tónn – meistaraverk Mannakorna

Egill Helgason
Mánudaginn 18. mars 2019 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alda heitir stórhuga fyrirtæki á tónlistarmarkaði – og á vonandi bjarta framtíð í  þeim hverfula heimi. Alda ræðst nú meðal annars í endurútgáfu á þremur sígildum íslenskum dægurlagaplötum – fyrstu þremur plötunum sem komu frá hljómsveitinni Mannakornum.

Sú fyrsta hét einfaldlega Mannakorn og kom út 1975, svo Í gegnum tíðina 1977 og Brottför klukkan átta frá 1979.

Það er merkilegt til þess að hugsa hvað þessar plötur þóttu nýstárlegar á sínum tíma. Grípandi lagasmíðar sem límdu sig í heilann, lög sem manni fannst að hefðu einfaldlega verið gripin úr loftinu, textarnir sem voru á einfaldri og góðri íslensku – mæltu máli.

Ég held að það hafi verið Guðmundur Andri Thorsson sem sagði einhvern tíma að Mannakorn hefðu í raun verið upphafið að íslensku nýbylgjunni.

Þegar fyrsta platan kom vissu heldur ekki hver Magnús Eiríksson var eða hvað hann væri fær um. Hann hafði verið í danshljómsveit sem kallaðist Pónik (skemmtilega púkalegt nafn), sú sveit var býsna langlíf og meðspilarar Magnúsar á fyrstu plötunum komu flestir þaðan. Þetta voru flinkir menn en þeir voru ekkert sérlega poppstjörnulegir.

Til að syngja lögin fékk Magnús tvo af bestu dægurlagasöngvurum Íslands, menn sem fóru frábærlega með lögin hans og textana og eru í raun alveg óaðskiljanlegur hluti af þeim – náttúrlega Pálma Gunnarsson og svo Vilhjálm Vilhjálmsson, hlustið bara á hann syngja Einbúann á fyrstu plötunni – „Ég bý í sveit…“

Svo fór Magnús aðeins að endurnýja hjá sér, Í brottför klukkan 8 var kornung söngkona, Ellen Kristjánsdóttir, komin til skjalanna og söng sig inn í hjörtu landsmanna í laginu Einhvers staðar einhvern tíma aftur. Unglingurinn Eyþór Gunnarsson spilaði á hljómborð.

Að hugsa sér dægurlagaperlurnar sem eru bara á þessum þremur plötum: Ó þú, Lilla Jóns, Einbúinn, Hudson Bay, Reyndu aftur, Garún, Braggablús, Sölvi Helgason Gamli góði vinur, Sölvi Helgason, Gamli skólinn, Einhvers staðar einhvern tíma aftur, Aldrei of seint.

Og annað sem má nefna – plötuumslögin. Þau voru ekki bara flott og nýstárleg, heldur hæfðu þau tónlistinni afar vel. Maður saknar hinnar horfnu listar plötuumslagsins sem blómstraði svo fallega á síðari hluta tuttugustu aldar.

Kristján Frímann Kristjánsson hannaði umslagið að Í gegnum tíðina – sem verður að teljast meistaraverk Mannakorna. Hér er skemmtileg grein hans um tilurð plötunnar og hljómlistarmennina sem léku á henni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“