fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Jón Steinar: „Lögfræðingum hættir til að fara á taugum yfir þessu furðuverki sem dómur MDE er“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 16. mars 2019 12:25

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson segir að réttarstaða dómaranna fjögurra við Landsrétt, sem Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi að hafi verið skipaðir í andstöðu við Mannréttindasáttmála Evrópu, sé óbreytt. Af lögum um mannréttindasáttmála Evrópu sé ljóst að úrlausnir dómstólsins séu ekki bindandi og því beri dómurunum skylda til að gegna störfum sínum áfram með óbreyttum hætti.  Þetta kemur fram á vefsíðu Jóns.

„Á heimasíðu Landsréttar hefur á hinn bóginn verið birt tilkynning um að dómararnir fjórir muni að svo stöddu ekki taka þátt í dómstörfum. Þessi ákvörðun dómstólsins fær ekki staðist. Þetta eru dómarar sem skipaðir hafa verið til dómstarfa og ber skylda til að sinna þeim meðan þeir gegna embættum sínum. Ákvörðun dómsins sýnir að hinum vönduðustu íslensku lögfræðingum hættir til að fara á taugum yfir þessu furðuverki sem dómur MDE er.“ 

Jón gefur heldur lítið fyrir þær röksemdir að með því að skjóta dóminum til yfirdeildar dómstólsins sé verið að samþykkja bindandi gildi hans hérlendis.

„Þetta er misskilningur. Við erum aðilar að dómstólnum. Það þýðir að íslenskir borgarar geta beint kærum þangað þegar þeir telja íslensk stjórnvöld hafa brotið á sér mannréttindi sem njóta verndar samkvæmt sáttmálanum. Í aðild okkar felst ákveðin viðurkenning á að dómar MDE kunni að hafa þýðingu fyrir okkur, þó að þeir hafi ekki bein réttaráhrif hér innanlands. Með því að óska eftir meðferð málsins fyrir yfirdeildinni eru Íslendingar aðeins að gefa dómstólnum sjálfum kost á að leiðrétta mistök sín.“ 

Aftur á móti telur Jón Steinar að ef yfirdeildin staðfesti dóminn, þá þurfi Ísland að taka það til skoðunnar hvort það sé skynsamlegt að halda áfram aðild að mannréttindasáttmálanum.

„Verði reyndin sú að yfirdeildin staðfesti þessa atlögu að fullveldi okkar ættum við að huga að viðbrögðum við því, m.a. hvort við teljum ástæðu til að halda áfram aðild að þessum sáttmála eða hvort ástæða verður til lagabreytinga hér innanlands til að styrkja það fyrirkomulag sem þegar er í gildi á Íslandi um áhrifaleysi þessara dóma á landsréttinn.“

Svona kannski til að draga úr líkum á taugaáföllum íslenskra lögfræðinga.“ 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“