fbpx
Mánudagur 22.apríl 2019
Eyjan

Helgi Hrafn úthúðar Sjálfstæðisflokknum: „Þessi flokkur er með fullkomið ofnæmi fyrir ábyrgð“

Auður Ösp
Laugardaginn 16. mars 2019 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati fer hörðum orðum um Sjálfstæðisflokkinn í færslu á fésbókarsíðu sinni og segir það viðvarandi vandamál að flokkurinn sé rótgróinn hluti af íslenskri stjórnmálasögu.

Helgi Hrafn fær talsverðar undirtektir við skrifunum og þá hafa 20 manns deilt færslunni er þetta er ritað.

Helgi Hrafn segir Sjálfstæðisflokkinn „vera orðinn svo heimakær valdinu að meðferð hans á því beinlínis einkennist af ábyrgðarleysi.“

„Það er ekkert sterkara einkenni Sjálfstæðisflokksins heldur en ábyrgðarleysi í öllum skilningi, á öllum sviðum og öllum stundum. Þessi flokkur er með fullkomið ofnæmi fyrir ábyrgð og gerir ennfremur allt sem hann getur til að grafa undan væntingum fólks til ábyrgðar í stjórnmálum.“

 Þá ritar Helgi Hrafn:

Hann verður að fá pásu, þó það væri ekki nema til að hann troði því inn í hausinn á sér að það sé ekki sjálfsagt að hann sé við völd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi

Undirbúningur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fullum gangi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“

„Bullyrðingum“ Sigmars svarað: „Meira og minna allt sem kom fram í máli Sigmars var rangt“