fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Starfsgreinasambandið hótar að slíta viðræðum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. mars 2019 13:30

Björn Snæbjörnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samninganefnd SGS samþykkir að komi ekki nýjar hugmyndir eða viðbrögð frá Samtökum atvinnulífsins á næstu dögum hafi viðræðunefndin fulla heimild til lýsa yfir árangurslausum viðræðum þrátt fyrir milligöngu Ríkissáttasemjara og slíta viðræðum,“ segir í tilkynningu frá Starfsgreinasambandi Íslands.

Undanfarnar þrjár vikur hafa samningaviðræður um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífins farið fram undir verkstjórn Ríkissáttasemjara. Forsendur viðræðna hafa verið umræða um nýja launatöflu, styttingu vinnuvikunnar, samræmingu á vinnumarkaði og fleiri atriði.

„Í viðræðum undanfarinna vikna hefur ýmislegt áunnist, annað þokast í rétta átt og sumt er óleyst og því virðist ekki vera lengra komist að sinni. Sú vinna sem hefur verið unnin er þó gagnleg og nýtist vonandi framhaldinu,“

segir í tilkynningunni, en Efling, eitt aðildarfélaga SGS, sleit viðræðum við SA fyrir þremur vikum síðan og hafa boðað til verkfallsaðgerða ásamt VR, náist ekki samningar fyrir næstkomandi mánudag, eða Félagsdómurúrskurði aðgerðirnar ólögmætar. Stefna SA gegn Eflingu verður tekin fyrir klukkan 14 í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins