fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Eyjan

Ögmundur ósammála „ævintýralegri“ niðurstöðu Mannréttindadómstólsins

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. mars 2019 15:35

Ögmundur Jónasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG, er ósammála dómi Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum, sem leitt hefur af sér réttaróvissu og afsögn dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen. Ögmundur nefnir máli sínu til stuðnings réttarhöldin yfir Geir H. Haarde í fyrra:

„Á síðasta ári kvað “Mannréttindadómstóllinn” upp úr með að réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra Íslands, hefðu verið í góðu lagi og ekki pólitísk því atkvæðagreiðslan á Alþingi um að skjóta máli hans fyrir Landsdóm hefði ekki verið pólitísk! Auðvitað veit hvert mannsbarn að málið var frá upphafi til enda rammpólitískt!“

Þá túlkar Ögmundur dóm MDE:

„Nú hefur þessi sami dómstóll komist að þeirri ævintýralegu niðurstöðu að brotin hafi verið mannréttindi á manni sem dæmdur var í Landsrétti af dómara sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur að hafi ekki verið rétt skipaður enda þótt þjóðkjörið þing Íslands hafi staðfest skipan hans lögum samkvæmt, æðra dómsvald síðan staðfest dóm viðkomandi Landsréttardómara í máli hins meinta brotaþola og að engar efasemdir hefðu komið fram um réttmæta málsmeðferð! Með öðrum orðum, Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að þegar kurl eru komin til grafar hafi mannréttindi ekki verið brotin …. en samt! … samt hafi þau verið brotin því viðkomandi hafi ekki fengið aðgang að rétt skipuðum dómara. Nú skal það tekið skýrt fram að það skiptir máli hvernig staðið er að skipan dómara og í sumum málum, í sumum ríkjum, hafa vafasöm tengsl verið misnotuð af hálfu valdhafa. Í málinu sem fór til Strasbourgar er engu slíku til að dreifa. Því fer víðsfjarri. Engar efasemdir eru um að dómur hafi verið rangur, það er bara dómarinn sem er sagður vera rangur og það án sannfærandi rökstuðnings. Í kjölfarið leggst þingheimur á hliðina og álitsgjafar verða óðamála sem aldrei fyrr. Skyldu hinir málglöðustu og dómhörðustu þeirra á meðal hafa lesið dómsniðurstöðuna og ígrundað hana og þá ekki bara meirihlutaálitið heldur og ekki síður minnihlutaálitið?“

Ögmundur segir vissulega slæmt að verða vitni að niðurlægingu dómsstólsins, en þó sé það ekki það versta, það sé afstaða íslenskra fjölmiðla í kjölfar dómsins, sem séu eftir flokkspólitískum línum.

Ber að virða formið

Ögmundur segir mikilvægt að virða „formið“, þó það verði aldrei mikilvægara en innihaldið, lágmarkssamræmi þurfi til, annars sé hætt við að fá knökralaust dómskerfi, en ranglátt:

„En á að hlíta ranglátum dómum? Ef við ekki gerum það þá er illa komið fyrir réttarríkinu. Niðurstaða mín er sú að dómstóla eigi að taka alvarlega jafnvel þótt þeir gerist þröngsýnir og undarlegir í háttum eins og nú hefur gerst í Strasbourg. Þetta gerðist til dæmis þegar kosning til stjórnlagaþings hér á landi var dæmd ólögmæt í janúar árið 2011 vegna meintra, en að mínu mati, fáránlegra formgalla. Ég gegndi þá stöðu dómsmálaráðherra. Ég gagnrýndi dóminn harðlega og sagði hann hafa verið pólitískan og hreint hneyksli en að ég myndi engu að síður virða hann.“

Þá segir Ögmundur ekki augljóst hvernig framhaldið verður:

„Varðandi niðurstöðuna í Strasbourg er að því að hyggja að dómar Mannréttindadómstólsins hafa ekki bein réttaráhrif á Íslandi og dómarnir því ekki bindandi með sama hætti og dómar innlendra dómstóla en við erum engu að síður skuldbundin að þjóðarrétti að virða niðurstöður mála sem snúa að okkur og viljum auk þess gera það enda á okkur að vera annt um að hafa við lýði öfluga alþjóðlega mannréttindadómstóla. Á hvern hátt fara ætti að þessari niðurstöðu er hins vegar engan veginn augljóst. Nú er að sjá hvað gerist þegar málinu verður skotið á æðra stig sem að sjálfsögðu hlýtur að vera gert. Í húfi er orðspor margra, þá ekki síst Mannréttindadómstólsins í Strasbourg!“

Þá leyfir Ögmundur sér að vera bjartsýnn undir lok greinarinnar:

„Að lokum ein bjartsýnishugsun: Þótt þessi dómsniðurstaða meirihluta Mannréttindadómstólsins sé harla undarleg verður að mínu mati hið sama ekki sagt um álit minnihluta dómsins sem er vel grundað og sannfærandi, á meðal annars um hnökrana á skipan í Landsrétt af hálfu ráðherra og (vel að merkja) Alþingismanna (sem enginn talar um að skuli segja af sér fyrir bragðið), en að þegar málið sé skoðað í heild séu ekki forsendur til að efast um lögmæti skipunar þeirra dómara sem á endanum tóku sæti í Landsrétti. Það er helst að bæði hjá meirihluta og minnihluta dómsins vanti gagnrýna umfjöllun um vinnubrögð matsnefndarinnar og hvort þar hafi allt verið hnökralaust.

Gæti það verið þannig að einu mögulegu viðbrögðin við þessum dómi vísi inn í framtíðina? Að öll þau sem komið hafa að þessu ferli þurfi að draga sína lærdóma: Á Íslandi: framkvæmdvaldið, löggjafarvaldið, dómsvaldið og tilkvaddir sérfæðingar.
Í Strasbourg: Mannréttindadómstóll Evrópu. Sjáum hvað setur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“

Forsætisráðherra á afmælisfundi EES-samningsins: „Þarf ekki að nefna hversu miklu þetta skiptir litla eyþjóð“
Eyjan
Fyrir 2 dögum
Fallinn strompur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Fyrri dómar MDE
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda