fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

„Kynjamunur á mörgum sviðum samfélagsrekstrarins“ samkvæmt fyrstu skýrslu um kynjaða fjárlagagerð

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. mars 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Grunnskýrsla um kynjaða fjárlagagerð sýnir að þó Ísland hafi náð langt í jafnréttismálum er mikið verk framundan fyrir stjórnvöld við að tengja kynjasjónarmið við ákvarðanatöku.“ Þetta segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur meðal annars fram að:

 • Hefðbundnar samgönguáætlanir, skipulag og umferðarlíkön taka almennt ekki tillit til mismunandi ferðamynsturs karla og kvenna.
 • Rannsóknir sýna að brottflutningur kvenna er eitt sterkasta einkenni dreifbýlla samfélaga í vanda.
 • Fyrirkomulag virðisaukaskatts hefur kynjaáhrif af því að konur og karlar eru ólíkir neytendur. Greiningar sýna að undanþágur frá virðisaukaskatti eru oftar körlum í vil en konum.
 • Karlar virðast síður sækja sér háskólamenntun en konur og greina má kynbundið mynstur í námsvali.
 • Opinberir háskólar hafa verið að vinna að endurmati á matskerfi háskólanna og komið hefur í ljós að þar er að finna kynbundna slagsíðu körlum í vil meðal starfsfólks háskóla.
 • Samkvæmt upplýsingum úr skýrslu um heilsufar kvenna sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi frá sér árið 2016 er talið að staðalmyndir kynja og kynhlutverk ýti undir heilsufarsvanda kvenna frá unga aldri.
 • Þörf karla fyrir dvöl á hjúkrunarheimili er metin meiri og konur bíða lengur eftir hjúkrunarrými. Skýrist það að hluta til af því að kvenkyns aðstandendur annast karla lengur heima við.
 • Karlar/drengir eru í þó nokkrum meirihluta þeirra sem fá ávísað methylfenidats (ADHD lyfja).
 • Konur nota róandi, kvíðastillandi og slævandi lyf töluvert meira en karlar. Þá nota konur um tvisvar sinnum meira af þunglyndislyfjum en karlar.
 • Konur eru í meira mæli með örorokumat vegna stoðkerfissjúkdóma, sérstaklega um og eftir miðjan aldur. Hjá körlum er aukning örorkumats meiri á meðal yngri aldurshópa, einkum vegna geðrænna vandamála.
 • Í hópi einstæðra foreldra eru konur í miklum meirihluta viðtakenda húsnæðisbóta eða 87,4% á móti 12,6% karla.

Skýrslan var kynnt í ríkisstjórn fyrr í dag og var tekin ákvörðun um að ráðherrar styðji við áframhaldandi greiningu á sínum málaflokkum og tryggi að niðurstöðum jafnréttismats verði komið í farveg við vinnslu fjármálaáætlunar og fjárlagafrumvarps. Greint verður frá árangri sem vinnst í ársskýrslum ráðherra.

Ríkisstjórnin ákvað enn fremur að beina á næsta ári sérstaklega sjónum að kynjagreiningu á byggðamálum, samgöngum, atvinnuvegum og samkeppnissjóðum, án þess þó að horfa framhjá öðrum málaflokkum.

Grunnskýrsla um kynjaða fjárlagagerð er nú gefin út í fyrsta sinn í samræmi við fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð 2019-2023 sem samþykkt var í ríkisstjórn 26. október sl.
Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á þær áskoranir sem til staðar eru í jafnréttismálum og takast má á við með markmiðssetningu í fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi. Samhliða útgáfu skýrslunnar er jafnframt opnað svæði sem birtir útdrátt úr allra helstu niðurstöðum greininganna.

Helstu niðurstöður greiningar

Grunnskýrsla um kynjaða fjárlagagerð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“