fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Jón Steinar Gunnlaugsson: Afpöntun á írafári

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. mars 2019 09:50

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar:

Íslendingar hafa tilhneigingu til að fara á taugum ef eitthvað er sagt um íslensk málefni í útlöndum. Nú urðu þau tíðindi að erindrekstur gegn Íslandi birtist í fimm manna dómi hjá MDE. Textinn í forsendunum var kostulegur og hafði svo sem ekkert með lögfræði að gera. Niðurstaðan kom líka yfirleitt öllum sem til þekktu hér á landi á óvart, bæði löglærðum mönnum sem öðrum.

Sjálfsagt er að óska eftir að æðri deild hjá dómstólnum taki málið fyrir eins og stjórnvöld á Íslandi munu ætla að gera. Mér finnst frekar ólíklegt að deildin sú muni staðfesta þennan dóm, enda ekki vitað að neinn í henni tengist aðilum málsins eða málpípum þeirra sérstaklega, nema þá kannski íslenski dómarinn sem sat í meirihluta dómsins á dögunum og hefur áreiðanlega samið textann.

Samt er svo að sjá sem margir Íslendingar séu í þann mund að fá hjartaáfall út af þessu. Hvaða hávaði er þetta? Við hljótum auðvitað að reka okkar dómstóla áfram og þá með alveg óbreyttu sniði. Dómurinn ytra hefur engin bein réttaráhrif hér á landi. Landsréttur hlýtur því að starfa áfram með öllum dómurunum 15, sem löglega eru skipaðir að mati allra stofnana sem um það hafa þingað hér á landi.

Fari svo ólíklega að yfirdeildin staðfesti þessa vitleysu getum við brugðist við því þegar þar að kemur ef okkur finnst ástæða til. Alþingi gæti þá til dæmis sett sérstök lög þar sem skipun allra dómaranna 15 yrði sérstaklega staðfest.

Kæru landsmenn! Látið af þessu írafári og slakið á. Enginn getur tekið af þjóðinni fullveldisréttinn, jafnvel þó að staddur sé í útlöndum.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir

Bæjarstjóri gagnrýnir Útlendingastofnun og búsetukost hælisleitenda að Ásbrú – Myndir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“

Héraðsdómari um „lítilsvirðandi“ niðurstöðu MDE: „Ný teg­und óskapnaðar“